Aron Einar: Getum verið sáttir með spilamennskuna í þessum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2012 22:24 Mynd/AFP Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira