Hrafnhildur setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi
Hrafnhildur synti á tímanum 31,85 sekúndum og bætti Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar um ellefu hundruðustu úr sekúndu.
Tími Hrafnhildar var sá fimmti besti í undanrásunum og sæti í undanúrslitum tryggt. Erla Dögg, sem synti í sama undanriðli og Hrafnhildur, synti á tímanum 32,18 sekúndur sem var áttundi besti tíminn.
Því er ljóst að Ísland mun eiga tvo fulltrúa í undanúrslitasundinu sem fram fer síðdegis.
Tengdar fréttir

Hrafnhildur komst í úrslit á EM
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði sér lítið fyrir í dag og komst í úrslit í 200 metra bringusundi á EM sem fram fer í Ungverjalandi.

Hrafnhildur í 5. sæti í 200 metra bringu á EM - setti Íslandsmet
Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet og náði fimmta sætinu í 200m bringusundi kvenna á EM50 í Ungverjalandi þegar hún synti á 2:27,92 mínútum í úrslitasundinu. Hrafnhildur bætti sitt eigið Íslandsmet frá í síðasta mánuði og var aðeins hársbreidd frá því að komast á pall.

Hrafnhildur aftur í undanúrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, komst í morgun í undanúrslit á EM í 50 m laug í annað skiptið á mótinu, þegar hún keppti í 200 m bringusundi.

Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet og komst í undanúrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í morgun Íslandsmetið í 100 m bringusundi á EM í Debrecen í Ungverjalandi. Hún átti gamla metið sjálf.

Hrafnhildur komst ekki í úrslitin
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í fjórtánda sæti í undanúrslitum í 100 m bringusundi á EM í Debrecen. Hún náði ekki að bæta Íslandsmetið sem hún setti í undanrásunum í morgun.