Vorveiðin í Elliðaánum byrjar rólega Trausti Hafliðason skrifar 1. maí 2012 15:55 Vera Ísafold var mjög ánægð með aflann í morgun en hún var með pabba sínum og afa við veiðar í Elliðaánum. Vorveiðin fer rólega af stað í Elliðaánum. Fimm urriðar veiddust í Höfuðhyl á fyrri vaktinni í dag. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður í Elliðaánum, segir óhætt að fullyrða að byrjunin hafi verið mjög róleg. Líklega sé fiskurinn ekki kominn upp í Höfuðhyl en þar veiðist jafnan langmest af urriða á vorin. Þorsteinn segir að vanir veiðimenn hafi verið á ánni í morgun. Þeir hafi náð að landa fimm urriðum í Höfuðhyl. Sá stærsti var 4,5 pund en hinir voru á bilinu 2 til 4 pund. Fiskarnir veiddust allir á straumflugur. Veiðimennirnir veiddu einnig Ármótin og niður að Breiðholtsbrú en urðu ekki varir þar. Þorsteinn segir að skilaboðin frá þeim hafi verið þau að ekki væri mikið af fiski á ánni að svo stöddu. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði
Vorveiðin fer rólega af stað í Elliðaánum. Fimm urriðar veiddust í Höfuðhyl á fyrri vaktinni í dag. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður í Elliðaánum, segir óhætt að fullyrða að byrjunin hafi verið mjög róleg. Líklega sé fiskurinn ekki kominn upp í Höfuðhyl en þar veiðist jafnan langmest af urriða á vorin. Þorsteinn segir að vanir veiðimenn hafi verið á ánni í morgun. Þeir hafi náð að landa fimm urriðum í Höfuðhyl. Sá stærsti var 4,5 pund en hinir voru á bilinu 2 til 4 pund. Fiskarnir veiddust allir á straumflugur. Veiðimennirnir veiddu einnig Ármótin og niður að Breiðholtsbrú en urðu ekki varir þar. Þorsteinn segir að skilaboðin frá þeim hafi verið þau að ekki væri mikið af fiski á ánni að svo stöddu.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði