Lax komst ekki upp ána vegna öskuburðar Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2012 09:00 Á óvart kom hversu vel sjóbirtingurinn stóð af sér þessar hamfarir. Var á það minnst að mögulega væri íslenski birtingurinn búinn að aðlagast atburðum sem þessum og gæti þess vegna staðið það af sér þegar telja mætti að allt kvikt myndi drepast. Eldgosin í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011 höfðu allnokkur áhrif á fisk í ám og vötnum í nágrenni eldstöðvanna. Öskuframburður í ár mun halda áfram um langt skeið enda gríðarlegt magn ösku enn víða að finna sem berast mun í árnar. Framburðurinn mun því áfram hafa áhrif á fiskgengd og framleiðslu fisks í ánum. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Magnúsar Jóhannssonar, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun, á ársfundi stofnunarinnar. Erindið fjallaði um rannsóknir Magnúsar og kollega hans Benónýs Jónssonar á áhrifum eldgosanna á vatnalífríki í nágrenni eldstöðvanna.Hrygning misfórst með öllu í Skógá Þekktasta dæmið um áhrif á veiðiá er líklega Skógá, en eftir Eyjafjallagosið var veiði í ánni nær ómöguleg á löngum tímabilum enda var hún mjög skoluð og lax komst ekki upp í ána vegna öskuburðar. Veiðitölur sýna þetta glöggt en í ánni veiddust rúmlega hundrað laxar um sumarið 2010, en meðalveiði árinnar var um 950 laxar fyrir gos. Við rannsóknir haustið 2011 fundust nær engin laxaseiði í Skógá, sem bendir til þess að hrygning hafi misfarist með öllu eða að seiðin hafi einfaldlega drepist í ánni. Veiði í ánni sumarið 2011 voru aðeins 45 laxar, samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga. Magnús sagði að viðbrögð Veiðimálastofnunar vegna gosanna hafi verið að safna upplýsingum um fiskdauða. Síðar voru gerðar vettvangsrannsóknir; bæði efna- og seiðarannsóknir. Ár undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð voru skoðaðar sérstaklega árið 2010 og í Fljótshverfi, á Síðu og Landbroti eftir Grímsvatnagosið. Fylgst var með fiskgengd og veiði í ánum. Sýrustig og leiðni í vatni var rannsökuð til að nema efnastyrk í vatninu.Ekkert viðbótarfjármagn fengist til rannsókna Magnús sagði að áhrif virðist vera bundin við nágrenni eldstöðvanna, en áhrif voru mis mikil milli einstakra vatnakerfa. Seiðaþéttleiki var greinilega annar í ám á áhrifasvæði gosanna en í samanburðarám. Best var hægt að gera sér grein fyrir áhrifum gosanna í ám sem seiðabúskapur var vaktaðar fyrir. Í byrjun erindis sagði Magnús að ekkert viðbótarfjármagn hefði fengist til rannsóknanna, en þær náðu til fjölmargra vatnsfalla á stóru svæði. Það má skoðast í því ljósi að mikil þörf er á framhaldsrannsóknum, að mati Magnúsar.Áhrif eldgosa vel þekkt í sögunniÍ Skaftáreldum 1783 – 1784 fundust smásilungar dauðir, en mikil fiskgengd varð í kjölfar jarðeldanna.Í Heklugosinu 1693, gríðarlegt öskugos, drápust fiskar í ám og vötnum þar sem aska féll. Fiskdauði í Heklugosunum 1845, 1947, 1970 og 1980.Veiðihrun í Veiðivötnum eftir Kötlugoss 1918 –"að eigi fékkst nema einn og einn gamall horslápur en beinagrindur lágu með löndum." (Guðmundur Árnason 1940)Holtsós ,,dauður" í kjölfar Heklugoss 1947 (Sigríður K Jónsdóttir 2003)Líklegt er að fjöldi annarra gosa hafi valdið breytingum og/eða tjóni á fiskstofnum.Engar fiskrannsóknir hafa áður verið gerðar í tengslum við slíka atburði hér á landi.svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði
Eldgosin í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011 höfðu allnokkur áhrif á fisk í ám og vötnum í nágrenni eldstöðvanna. Öskuframburður í ár mun halda áfram um langt skeið enda gríðarlegt magn ösku enn víða að finna sem berast mun í árnar. Framburðurinn mun því áfram hafa áhrif á fiskgengd og framleiðslu fisks í ánum. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Magnúsar Jóhannssonar, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun, á ársfundi stofnunarinnar. Erindið fjallaði um rannsóknir Magnúsar og kollega hans Benónýs Jónssonar á áhrifum eldgosanna á vatnalífríki í nágrenni eldstöðvanna.Hrygning misfórst með öllu í Skógá Þekktasta dæmið um áhrif á veiðiá er líklega Skógá, en eftir Eyjafjallagosið var veiði í ánni nær ómöguleg á löngum tímabilum enda var hún mjög skoluð og lax komst ekki upp í ána vegna öskuburðar. Veiðitölur sýna þetta glöggt en í ánni veiddust rúmlega hundrað laxar um sumarið 2010, en meðalveiði árinnar var um 950 laxar fyrir gos. Við rannsóknir haustið 2011 fundust nær engin laxaseiði í Skógá, sem bendir til þess að hrygning hafi misfarist með öllu eða að seiðin hafi einfaldlega drepist í ánni. Veiði í ánni sumarið 2011 voru aðeins 45 laxar, samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga. Magnús sagði að viðbrögð Veiðimálastofnunar vegna gosanna hafi verið að safna upplýsingum um fiskdauða. Síðar voru gerðar vettvangsrannsóknir; bæði efna- og seiðarannsóknir. Ár undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð voru skoðaðar sérstaklega árið 2010 og í Fljótshverfi, á Síðu og Landbroti eftir Grímsvatnagosið. Fylgst var með fiskgengd og veiði í ánum. Sýrustig og leiðni í vatni var rannsökuð til að nema efnastyrk í vatninu.Ekkert viðbótarfjármagn fengist til rannsókna Magnús sagði að áhrif virðist vera bundin við nágrenni eldstöðvanna, en áhrif voru mis mikil milli einstakra vatnakerfa. Seiðaþéttleiki var greinilega annar í ám á áhrifasvæði gosanna en í samanburðarám. Best var hægt að gera sér grein fyrir áhrifum gosanna í ám sem seiðabúskapur var vaktaðar fyrir. Í byrjun erindis sagði Magnús að ekkert viðbótarfjármagn hefði fengist til rannsóknanna, en þær náðu til fjölmargra vatnsfalla á stóru svæði. Það má skoðast í því ljósi að mikil þörf er á framhaldsrannsóknum, að mati Magnúsar.Áhrif eldgosa vel þekkt í sögunniÍ Skaftáreldum 1783 – 1784 fundust smásilungar dauðir, en mikil fiskgengd varð í kjölfar jarðeldanna.Í Heklugosinu 1693, gríðarlegt öskugos, drápust fiskar í ám og vötnum þar sem aska féll. Fiskdauði í Heklugosunum 1845, 1947, 1970 og 1980.Veiðihrun í Veiðivötnum eftir Kötlugoss 1918 –"að eigi fékkst nema einn og einn gamall horslápur en beinagrindur lágu með löndum." (Guðmundur Árnason 1940)Holtsós ,,dauður" í kjölfar Heklugoss 1947 (Sigríður K Jónsdóttir 2003)Líklegt er að fjöldi annarra gosa hafi valdið breytingum og/eða tjóni á fiskstofnum.Engar fiskrannsóknir hafa áður verið gerðar í tengslum við slíka atburði hér á landi.svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði