Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð 4. janúar 2013 23:54 Veiðihúsið við Grímsá. Mynd / GVA Á 40 árum hefur Veiðifélag Grímsár og Tunguár fengið greiddar 1.400 milljónir króna í arð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum, í Veiðimanninum sem kom út fyrir skömmu. Í viðtalinu fer Þorsteinn meðal annars yfir feril sinn sem formaður Veiðifélags Grímsár og Tunguár en því starfi gegndi hann í 40 ár áður en hann hætti á síðasta ári. Í tilefni af því að veiðifélagið fagnaði 40 ára afmæli á síðasta ári þá tók Þorsteinn sig til og reiknaði út hve miklum arði leigan á ánni hefði skilað félaginu á þessum fjórum áratugum. Við skulum grípa hér niður í viðtalið: „Ég tók mig til að framreiknaði arðgreiðslur hvers árs fyrir sig miðað við vísitöluna 2011 og ég held að flestir hafi orðið hissa á niðurstöðunni. Hún var 1.400 milljónir króna og það munar um minna fyrir ekki stærra samfélag," segir Þorsteinn í viðtalinu. „Fyrir vikið verð ég alltaf dauðhræddur þegar ég heyri umræðuna um að allt það, sem ekki er í einkaeigu, sé þjóðareign. Ég óttast að ríkið fari að ásælast veiðiréttinn í ánum en vítin eru til að varast þau. Í flestum löndum þar sem ríkisvaldið hefur komist með puttana í veiðirétt hefur sigið hratt á ógæfuhliðina fyrir ánum og stofnunum."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Á 40 árum hefur Veiðifélag Grímsár og Tunguár fengið greiddar 1.400 milljónir króna í arð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum, í Veiðimanninum sem kom út fyrir skömmu. Í viðtalinu fer Þorsteinn meðal annars yfir feril sinn sem formaður Veiðifélags Grímsár og Tunguár en því starfi gegndi hann í 40 ár áður en hann hætti á síðasta ári. Í tilefni af því að veiðifélagið fagnaði 40 ára afmæli á síðasta ári þá tók Þorsteinn sig til og reiknaði út hve miklum arði leigan á ánni hefði skilað félaginu á þessum fjórum áratugum. Við skulum grípa hér niður í viðtalið: „Ég tók mig til að framreiknaði arðgreiðslur hvers árs fyrir sig miðað við vísitöluna 2011 og ég held að flestir hafi orðið hissa á niðurstöðunni. Hún var 1.400 milljónir króna og það munar um minna fyrir ekki stærra samfélag," segir Þorsteinn í viðtalinu. „Fyrir vikið verð ég alltaf dauðhræddur þegar ég heyri umræðuna um að allt það, sem ekki er í einkaeigu, sé þjóðareign. Ég óttast að ríkið fari að ásælast veiðiréttinn í ánum en vítin eru til að varast þau. Í flestum löndum þar sem ríkisvaldið hefur komist með puttana í veiðirétt hefur sigið hratt á ógæfuhliðina fyrir ánum og stofnunum."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði