Hannes forsetaframbjóðandi: Vonbrigði hversu fáir mæta á fundi 30. apríl 2012 12:28 Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur. Hannes. sem er búsettur í Noregi, kom til landsins fyrir viku og hóf þá fundarherferð sína um Ísland. Hann var staddur á Austurlandi þegar við náðum tali af honum í morgun, á leið á Fáskrúðsfjörð þar sem hann hafði boðað til fundar nú klukkan tólf. „Ég var með þrjá fundi í gær, verð með þrjá fundi í dag, tvo á morgun, þannig að þetta er slatti," segir Hannes. Aðspurður hvernig mætingin hafi verið segir hann: „Það hefur verið upp og ofan. Til dæmis í gær höfðu auglýsingar sem ég hafði sent á undan mér með póstinum bara ekki borist, þannig að það var hreinlega engin mæting á þeim fundum. En ég var á svæðinu, hitti fólk og hengdi upp plakök þannig að mér varð gagn af þessari ferð." Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi frambóðenda ætla 0,3% ætla að kjósa Hannes. Austurglugginn greinir frá því að Hannes hafi boðað til fundar á Eskifirði , en að þangað hafi enginn mætt nema blaðamaður Austurgluggans og að sjálfur hafir hann ekki einu sinni komið á fundinn. „Ég var á svæðinu," segir Hannes. „Ég þurfti að leita svolítið að þessu þar sem kirkju og menningarmiðstöðin er skráð til húsa. Þar er bara verið að byggja þjónustuíbúðir, þannig að ég verð að viðurkenna að ég eyddi einhverjum fimm mínútum í að leita að fundinum, að fundaraðstöðunni, og svo þegar ég kem þangað þá er enginn þar, ekki einu sinni umræddur blaðamaður." Þannig segist Hannes hafa farið um bæinn og spjallað við fólk, og heimsóknin hafi því verið afar gagnleg. Auk fundarins á Fáskrúðsfirði, fundar Hannes í dag á Breiðdalsvík og Djúpavogi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur. Hannes. sem er búsettur í Noregi, kom til landsins fyrir viku og hóf þá fundarherferð sína um Ísland. Hann var staddur á Austurlandi þegar við náðum tali af honum í morgun, á leið á Fáskrúðsfjörð þar sem hann hafði boðað til fundar nú klukkan tólf. „Ég var með þrjá fundi í gær, verð með þrjá fundi í dag, tvo á morgun, þannig að þetta er slatti," segir Hannes. Aðspurður hvernig mætingin hafi verið segir hann: „Það hefur verið upp og ofan. Til dæmis í gær höfðu auglýsingar sem ég hafði sent á undan mér með póstinum bara ekki borist, þannig að það var hreinlega engin mæting á þeim fundum. En ég var á svæðinu, hitti fólk og hengdi upp plakök þannig að mér varð gagn af þessari ferð." Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi frambóðenda ætla 0,3% ætla að kjósa Hannes. Austurglugginn greinir frá því að Hannes hafi boðað til fundar á Eskifirði , en að þangað hafi enginn mætt nema blaðamaður Austurgluggans og að sjálfur hafir hann ekki einu sinni komið á fundinn. „Ég var á svæðinu," segir Hannes. „Ég þurfti að leita svolítið að þessu þar sem kirkju og menningarmiðstöðin er skráð til húsa. Þar er bara verið að byggja þjónustuíbúðir, þannig að ég verð að viðurkenna að ég eyddi einhverjum fimm mínútum í að leita að fundinum, að fundaraðstöðunni, og svo þegar ég kem þangað þá er enginn þar, ekki einu sinni umræddur blaðamaður." Þannig segist Hannes hafa farið um bæinn og spjallað við fólk, og heimsóknin hafi því verið afar gagnleg. Auk fundarins á Fáskrúðsfirði, fundar Hannes í dag á Breiðdalsvík og Djúpavogi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent