Atli telur að rétt hafi verið að ákæra Geir Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 15:49 Atli Gíslason segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira