Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 62-76 | Njarðvík Íslandsmeistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ásvöllum skrifar 14. apríl 2012 00:12 Mynd/Daníel Njarðvík braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins. Njarðvíkingar höfðu betur gegn Haukum, 3-1, í úrslitarimmunni sem réðst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Njarðvík vann fjórtán stiga sigur í leik liðanna í dag, 76-62, þar sem miklu munaði um frábærra frammistöðu Njarðvíkur í seinni hálfleik - þá sérstaklega í vörninni en Haukar skoruðu aðeins 24 stig í seinni hálfleik og besti leikmaður liðsins, Jence Ann Rhoads, aðeins tvö stig. Hinum megin á vellinum fóru Bandaríkjamennirnir Lele Hardy og Shanae Baker-Brice á kostum og þá sérstaklega sú fyrrnefnda. Hún steig vart feilspor í leiknum í dag og skoraði alls 26 stig auk þess að taka 21 fráköst - þar af fimm í sókninni. Baker-Brice kom næst með 24 stig. Haukar spiluðu vel á löngum köflum í fyrri hálfleik og fór þá Rhoads mikinn. Hún skoraði sextán af átján stigum sínum í fyrri hálfleik og Njarðvíkingur réðu illa við hana. Petrúnella Skúladóttir elti hana svo eins og skuggann í seinni hálfleik og sóknarleikur Hauka komst aldrei almennilega í gang. Liðsheildin var þar að auki sterk hjá Njarðvík og margir leikmenn sem spiluðu vel. Hjá Haukum áttu Tierny Jenkins og Margrét Rósa Hálfdánardóttir mjög fína spretti og María Lind Sigurðardóttir sömuleiðis. En þær söknuðu þó greinilega lykilmanna eins og Guðrúnar Ámundadóttur og Írisar Sverrisdóttur en báðar slitu krossband fyrr í úrslitakeppninni. Sem fyrr segir er árangur Njarðvíkur sögulegur en liðið varð nú fyrr í vetur bikarmeistari. Var það fyrsti stóri titill í sögu kvennaliðs Njarðvíkur en nú hefur sá stærsti bæst í safnið.Hardy: Ekki getað þetta án liðsfélaganna Lele Hardy, besti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna, var hógvær í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Það er góð tilfinning að vinna og ég er afar þakklát fyrir sigurinn,“ sagði hún. „Mér leið vel í dag og átti frábæran leik - en ég hefði aldrei getað gert þetta án liðsfélaga minna. Ég er mjög þakklát fyrir að vera í þessu liði með frábærum leikmönnum og þjálfurum.“ „Ég kom hingað með það að markmiðið að ná árangri og ná mínu besta fram. Okkur tókst að ná þessum frábæra árangri, vinna tvo titla og er ég stolt og ánægð með það.“Bjarni: Ég er stoltur Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var vitanlega óánægður með tapið í dag en sagðist engu að síður ánægður með tímabil Hauka í heild sinni. „Þetta er betri árangur en ég lagði upp með í byrjun,“ sagði Bjarni sem hefur mátt glíma við nokkur áföll í úrslitakeppninni en hann missti til að mynda tvo byrjunarliðsleikmenn í krossbandsslit fyrir skömmu. „Aðrir leikmenn stigu upp og stóðu sig mjög vel. Þetta er eitthvað sem ég get notað til að byggja ofan á fyrir næsta vetur. Ég er svo með tvo frábæra erlenda leikmenn og leikstjórnanda [Jence Ann Rhoads] sem er gorgeous eins og Páll Óskar segir. Það hefur verið frábært að fá að þjálfa þessa stelpur og allar hinar í liðinu.“ Rhoads var stöðvuð í seinni hálfleik sem hafði mikið að segja. „Það hefur auðvitað mikið að segja. Þegar maður er þar að auki orðinn þreyttur þá er erfitt að nota þær lausnir sem var búið að leggja upp með. Hvert skref er orðið þungt. Njarðvíkingar gerðu það eina rétta í stöðunni og pressuðu hana stíft alla þessa leiki.“Sverrir: Lele Hardy er frábær manneskja „Þetta var mjög góður leikur heilt yfir. Liðið kom tvíeflt til baka eftir vonbrigðin með að hafa ekki klárað þetta í síðasta leik,“ sagði sigurreifur þjálfari Njarðvíkur - Sverrir Þór Sverrisson - eftir sigur sinna manna í dag. „Allar stelpurnar voru afar vel stemmdar. Þær ætluðu sér þetta og þetta var bara frábært.“ Lele Hardy átti stóran þátt í sigrinum en hún var kjörin besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir leikinn. „Hún er frábær manneskja, frábær leikmaður og ótrúlega gaman að hafa fengið hana í liðið. Hún er með frábæra skapgerð og strax eftir leikinn á miðvikudaginn var hún farin að leggja línurnar fyrir næsta leik og koma boðum til stelpnanna um hvað við þyrftum að gera í næsta leik.“ „Hún og Shanae eru frábærir liðsmenn. Við erum þess fyrir utan með frábæran hóp, sterkan liðsanda og við fórum langt á góðum móral og liðsheild. Við vorum með frábæra blöndu í liðinu okkar í vetur.“Haukar-Njarðvík 62-76 (16-26, 22-13, 11-17, 13-20)Haukar: Jence Ann Rhoads 18/6 stoðsendingar, Tierny Jenkins 13/21 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Auður Íris Ólafsdóttir 1.Njarðvík: Lele Hardy 26/21 fráköst, Shanae Baker-Brice 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 8/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2.Leiklýsing Vísis:Leik lokið: Njarðvíkingar sigla þessu örugglega í höfn og tryggja sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Hardy og Baker-Brice fá heiðursskiptingu hér í lokin - þær voru frábærar í dag, sem og allt lið Njarðvíkur. Til hamingju, Njarðvíkingar!4. leikhluti: Mikilvæg sókn hjá Njarðvík. Rúm mínúta eftir og sex stiga munur. Boltanum er komið á Hardy sem fiskar óíþróttamannslega villu og fer á vítalínuna. Hún nýtir bæði skotin og Njarðvík fær boltann aftur. Hardy fær svo boltann aftur í paint-inu og skorar. Staðan er 70-60 og þetta er of stórt bil fyrir Haukana.4. leikhluti: Þetta hef ég ekki áður séð. Brice virðist meiðast í baráttu um boltann og liggur á gólfinu. Hardy tekur hana upp og ber hana út af. Ótrúlegt.4. leikhluti: Baker-Brice setur niður mikilvæga körfu og munurinn orðinn níu stig, 66-57. Aðeins nítján stig frá Haukum í seinni hálfleik og nú eru aðeins rúmar tvær mínútur til stefnu.4. leikhluti: Hardy er að eiga frábæran leik. Frábær í sókninni og grimm í fráköstunum. 22 stig og 20 fráköst frá henni í dag. 64-57 og tvær og hálf mínúta eftir.4. leikhluti: Góðan dag - risaþristur frá Ólöfu Helgu. 63-57 og Njarðvík er enn að spila hörkuvörn þar að auki. Tæpar fjórar mínútur eftir.4. leikhluti: Rhoads fær loksins færi og hún skorar sín fyrstu stig í seinni hálfleik. 60-57 fyrir Njarðvík.4. leikhluti: Petrúnella fær hvíld og Ingibjörg Elva gætir nú Rhoads. Haukar reyna að finna aðrar lausnir í sókninni og hafa náð að setja nokkur stig niður. Staðan 60-55 fyrir Njarðvík.Fyrir 4. leikhluta: Leikirnir hingað til hafa ráðast í fjórða leikhluta (eins og sumum finnst kannski eðlilegt. Njarðvík í fyrstu tveimur leikjunum og Haukar í þeim þriðja. Hvað gerist nú?3. leikhluta lokið: Þessi fáu opnu skot sem Haukar eru að fá tekst þeim ekki að nýta. Aðeins ellefu stig í leikhlutanum og ekki eitt einasta frá Rhoads. Það segir sitt. Staðan 56-49 og Njarðvík er tíu mínútum frá Íslandsmeistaratitlunum.3. leikhluti: Þrátt fyrir að Rhoads hafi verið tekin úr leik er samt reynt að spila hana fría. Það gengur illa. Njarðvík nýtir sér meðbyrinn og enn er Hardy að fara á kostum í sókninni. Hún er komin með 21 stig og Bjarni tekur annað leikhlé. 56-47 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Tierny Jenkins hefur tekið fimmtán fráköst fyrir Hauka í leiknum og hefur hún verið grimm í þeirri baráttu. En það er lítið að frétta af sóknarleik Hauka þess stundina - vörn Njarðvíkur hefur verið mjög flott. 54-47 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Hörkuvörn hjá Njarðvík. Petrúnella eltir Rhoads eins og skuggann og tekst vel til að koma henni úr takti við leikinn. Njarðvík hefur tekið sex stiga forystu, 46-40, og tekur Bjarni, þjálfari Hauka, leikhlé.3. leikhluti: Seinni hálfleikur hafinn og Hardy heldur upptekknum hætti og skorar eftir að hafa keyrt inn í teig. 41-38 fyrir gestina.Hálfleikur: Það er boðið upp á hinn stórskemmtilega snúning hér í hálfleik, þar sem þáttakendur snúa sér í tíu hringi í miðjunni og eiga síðan að skora strax - allt innan 24 sekúndna. Ívar Ásgrímsson og Brenton Birmingham reyndu fyrir sér en þeir hrundu báðir í gólfið eftir að hafa fengið boltann. Stórfyndið.Fyrri hálfleik lokið, staðan er 38-39: Njarðvíkingar leiða með einu stigi eftir að hafa leyft Haukum að rúlla yfir sig í upphafi annars leikhluta. Liðin eru að bjóða upp á ágætiskörfubolta og þetta er farið að snúast upp í einvígi á milli Rhoads (15 stig) og Hardy (16 stig). En allt í járnum og útlit fyrir æsispennandi seinni hálfleik.2. leikhluti: Meira jafnræði með liðunum og sem fyrr fer Hardy fyrir Njarðvíkur liðinu. Hún er komin með þrettán stig í leiknum en staðan er 37-35 fyrir Njarðvík.2. leikhluti: Allt annað að sjá til Haukanna. Spila breitt og teygja á Njarðvíkingum. Rhoads kemur Haukum yfir, 29-27, eftir svakalegan 15-1 sprett í upphafi annars leikhluta.2. leikhluti: Gunnhildur Gunnarsdóttir setur niður góðan þrist í upphafi annars leikhluta og Haukar eru alilr að koma til. Margrét Rósa setur svo niður annan þrist eftir að Haukar vinna boltann aftur. Þarf nefnilega meira til en bara framlag frá Rhoads. 26-25 fyrir Njarðvík.1. leikhluta lokið: 26-16 fyrir Njarðvík. Frábær lokasprettur hjá Njarðvík, þar sem Hardy hefur verið mjög öflug og sótt grimmt upp að körfunni. Ingibjörg Elva átti einnig snotra körfu og virtist allt vera Njarðvíkingum í hag. Sú eina sem hefur verið með á nótunum í liði Hauka er hinn geysiöfluga Rhoads sem hefur skorað níu stig.1. leikhluti: Mikil barátta í leiknum og mikið skotið. Nýtingin var mjög góð framan af en hefur dalað. Njarðvík heldur þó undirtökunum og forystunni, 17-14.1. leikhluti: Haukar svara með fyrstu stigum sínum í leiknum en þá er komið að Ólöfu Helgu - hún setur líka niður þrist. En Rhoads getur líka skotið fyrir utan og svarar með þristi. Staðan 10-5. Þvílík sýning.1. leikhluti: Brice er ekki hætt. Keyrir aftur inn og skorar auk þess að fiska víti - sem hún nýtir reyndar ekki. En Njarðvík fær boltann aftur og Hardy setur niður stóran þrist. 7-0 Njarðvík - draumabyrjun.1. leikhluti: Njarðvík byrjar með boltann og Brice byrjar á því að keyra inn í teig og skora fyrstu stigin með sniðskoti. 2-0 fyrir Njarðvík.Fyrir leik: Ljósasýningunni lokið og allt til reiðu hér á Ásvöllum. Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson eru dómarar leiksins.Fyrir leik: Það verður forvitnilegt að fylgjast með Jence Ann Rhoads í leiknum en hún hefur verið tæp vegna meiðsla að undanförnu. Hún er með bestu leikmönnum deildarinnar og hefur verið mjög góð í úrslitakeppninni. Það mun mikið mæða á henni og Tierny Jenkins í dag. Njarðvík er líka með frábæra Kana - þær Lele Hardy og Shanae Baker-Brice.Fyrir leik: Njarðvík var nálægt því að klára seríuna í síðasta leik og komust til að mynda 30-13 yfir í þeim leik. En góður fjórði leikhluti hjá Haukum sá til þess að þeir náðu að halda lífi í seríunni. Með sigri á heimavelli í dag tryggja þeir sér oddaleik í Njarðvík á þriðjudagskvöldið.Fyrir leik: Hér voru að haltra inn í salinn þær Guðrún Ósk Ámundadóttir og Íris Sverrisdóttir, leikmenn Hauka. Báðar slitu krossband í sama leiknum, í baráttu við sama leikmanninn, í undanúrslitarimmunni gegn Keflavík. Þeirra er vitaskuld sárt saknað.Fyrir leik: Ína María Einarsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, er ekki með í dag. Hún er farin til Bandaríkjanna af ótilgreindum ástæðum, eftir því sem kom fram á Körfunni.is í dag.Fyrir leik: Það er góð stemning í húsinu, um 20 mínútum fyrir leik. Hér er vel mætt, sérstaklega Njarðvíkurmegin. Stuðningsmenn Hauka eru þó að týnast inn og hér fyrir utan salinn er löng röð í miðasölunni.Fyrir leik: Velkomin til leiks. Vísir heilsar á þessum fallega laugardegi. Við erum reyndar innandyra þessa stundina og verðum næstu tvo tímana eða svo. Hér er að hefjast fjórði leikur Hauka og Njarðvíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Njarðvík leiðir, 2-1, og dugir því sigur til að tryggja sér titilinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Njarðvík braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins. Njarðvíkingar höfðu betur gegn Haukum, 3-1, í úrslitarimmunni sem réðst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Njarðvík vann fjórtán stiga sigur í leik liðanna í dag, 76-62, þar sem miklu munaði um frábærra frammistöðu Njarðvíkur í seinni hálfleik - þá sérstaklega í vörninni en Haukar skoruðu aðeins 24 stig í seinni hálfleik og besti leikmaður liðsins, Jence Ann Rhoads, aðeins tvö stig. Hinum megin á vellinum fóru Bandaríkjamennirnir Lele Hardy og Shanae Baker-Brice á kostum og þá sérstaklega sú fyrrnefnda. Hún steig vart feilspor í leiknum í dag og skoraði alls 26 stig auk þess að taka 21 fráköst - þar af fimm í sókninni. Baker-Brice kom næst með 24 stig. Haukar spiluðu vel á löngum köflum í fyrri hálfleik og fór þá Rhoads mikinn. Hún skoraði sextán af átján stigum sínum í fyrri hálfleik og Njarðvíkingur réðu illa við hana. Petrúnella Skúladóttir elti hana svo eins og skuggann í seinni hálfleik og sóknarleikur Hauka komst aldrei almennilega í gang. Liðsheildin var þar að auki sterk hjá Njarðvík og margir leikmenn sem spiluðu vel. Hjá Haukum áttu Tierny Jenkins og Margrét Rósa Hálfdánardóttir mjög fína spretti og María Lind Sigurðardóttir sömuleiðis. En þær söknuðu þó greinilega lykilmanna eins og Guðrúnar Ámundadóttur og Írisar Sverrisdóttur en báðar slitu krossband fyrr í úrslitakeppninni. Sem fyrr segir er árangur Njarðvíkur sögulegur en liðið varð nú fyrr í vetur bikarmeistari. Var það fyrsti stóri titill í sögu kvennaliðs Njarðvíkur en nú hefur sá stærsti bæst í safnið.Hardy: Ekki getað þetta án liðsfélaganna Lele Hardy, besti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna, var hógvær í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Það er góð tilfinning að vinna og ég er afar þakklát fyrir sigurinn,“ sagði hún. „Mér leið vel í dag og átti frábæran leik - en ég hefði aldrei getað gert þetta án liðsfélaga minna. Ég er mjög þakklát fyrir að vera í þessu liði með frábærum leikmönnum og þjálfurum.“ „Ég kom hingað með það að markmiðið að ná árangri og ná mínu besta fram. Okkur tókst að ná þessum frábæra árangri, vinna tvo titla og er ég stolt og ánægð með það.“Bjarni: Ég er stoltur Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var vitanlega óánægður með tapið í dag en sagðist engu að síður ánægður með tímabil Hauka í heild sinni. „Þetta er betri árangur en ég lagði upp með í byrjun,“ sagði Bjarni sem hefur mátt glíma við nokkur áföll í úrslitakeppninni en hann missti til að mynda tvo byrjunarliðsleikmenn í krossbandsslit fyrir skömmu. „Aðrir leikmenn stigu upp og stóðu sig mjög vel. Þetta er eitthvað sem ég get notað til að byggja ofan á fyrir næsta vetur. Ég er svo með tvo frábæra erlenda leikmenn og leikstjórnanda [Jence Ann Rhoads] sem er gorgeous eins og Páll Óskar segir. Það hefur verið frábært að fá að þjálfa þessa stelpur og allar hinar í liðinu.“ Rhoads var stöðvuð í seinni hálfleik sem hafði mikið að segja. „Það hefur auðvitað mikið að segja. Þegar maður er þar að auki orðinn þreyttur þá er erfitt að nota þær lausnir sem var búið að leggja upp með. Hvert skref er orðið þungt. Njarðvíkingar gerðu það eina rétta í stöðunni og pressuðu hana stíft alla þessa leiki.“Sverrir: Lele Hardy er frábær manneskja „Þetta var mjög góður leikur heilt yfir. Liðið kom tvíeflt til baka eftir vonbrigðin með að hafa ekki klárað þetta í síðasta leik,“ sagði sigurreifur þjálfari Njarðvíkur - Sverrir Þór Sverrisson - eftir sigur sinna manna í dag. „Allar stelpurnar voru afar vel stemmdar. Þær ætluðu sér þetta og þetta var bara frábært.“ Lele Hardy átti stóran þátt í sigrinum en hún var kjörin besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir leikinn. „Hún er frábær manneskja, frábær leikmaður og ótrúlega gaman að hafa fengið hana í liðið. Hún er með frábæra skapgerð og strax eftir leikinn á miðvikudaginn var hún farin að leggja línurnar fyrir næsta leik og koma boðum til stelpnanna um hvað við þyrftum að gera í næsta leik.“ „Hún og Shanae eru frábærir liðsmenn. Við erum þess fyrir utan með frábæran hóp, sterkan liðsanda og við fórum langt á góðum móral og liðsheild. Við vorum með frábæra blöndu í liðinu okkar í vetur.“Haukar-Njarðvík 62-76 (16-26, 22-13, 11-17, 13-20)Haukar: Jence Ann Rhoads 18/6 stoðsendingar, Tierny Jenkins 13/21 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Auður Íris Ólafsdóttir 1.Njarðvík: Lele Hardy 26/21 fráköst, Shanae Baker-Brice 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 8/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2.Leiklýsing Vísis:Leik lokið: Njarðvíkingar sigla þessu örugglega í höfn og tryggja sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Hardy og Baker-Brice fá heiðursskiptingu hér í lokin - þær voru frábærar í dag, sem og allt lið Njarðvíkur. Til hamingju, Njarðvíkingar!4. leikhluti: Mikilvæg sókn hjá Njarðvík. Rúm mínúta eftir og sex stiga munur. Boltanum er komið á Hardy sem fiskar óíþróttamannslega villu og fer á vítalínuna. Hún nýtir bæði skotin og Njarðvík fær boltann aftur. Hardy fær svo boltann aftur í paint-inu og skorar. Staðan er 70-60 og þetta er of stórt bil fyrir Haukana.4. leikhluti: Þetta hef ég ekki áður séð. Brice virðist meiðast í baráttu um boltann og liggur á gólfinu. Hardy tekur hana upp og ber hana út af. Ótrúlegt.4. leikhluti: Baker-Brice setur niður mikilvæga körfu og munurinn orðinn níu stig, 66-57. Aðeins nítján stig frá Haukum í seinni hálfleik og nú eru aðeins rúmar tvær mínútur til stefnu.4. leikhluti: Hardy er að eiga frábæran leik. Frábær í sókninni og grimm í fráköstunum. 22 stig og 20 fráköst frá henni í dag. 64-57 og tvær og hálf mínúta eftir.4. leikhluti: Góðan dag - risaþristur frá Ólöfu Helgu. 63-57 og Njarðvík er enn að spila hörkuvörn þar að auki. Tæpar fjórar mínútur eftir.4. leikhluti: Rhoads fær loksins færi og hún skorar sín fyrstu stig í seinni hálfleik. 60-57 fyrir Njarðvík.4. leikhluti: Petrúnella fær hvíld og Ingibjörg Elva gætir nú Rhoads. Haukar reyna að finna aðrar lausnir í sókninni og hafa náð að setja nokkur stig niður. Staðan 60-55 fyrir Njarðvík.Fyrir 4. leikhluta: Leikirnir hingað til hafa ráðast í fjórða leikhluta (eins og sumum finnst kannski eðlilegt. Njarðvík í fyrstu tveimur leikjunum og Haukar í þeim þriðja. Hvað gerist nú?3. leikhluta lokið: Þessi fáu opnu skot sem Haukar eru að fá tekst þeim ekki að nýta. Aðeins ellefu stig í leikhlutanum og ekki eitt einasta frá Rhoads. Það segir sitt. Staðan 56-49 og Njarðvík er tíu mínútum frá Íslandsmeistaratitlunum.3. leikhluti: Þrátt fyrir að Rhoads hafi verið tekin úr leik er samt reynt að spila hana fría. Það gengur illa. Njarðvík nýtir sér meðbyrinn og enn er Hardy að fara á kostum í sókninni. Hún er komin með 21 stig og Bjarni tekur annað leikhlé. 56-47 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Tierny Jenkins hefur tekið fimmtán fráköst fyrir Hauka í leiknum og hefur hún verið grimm í þeirri baráttu. En það er lítið að frétta af sóknarleik Hauka þess stundina - vörn Njarðvíkur hefur verið mjög flott. 54-47 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Hörkuvörn hjá Njarðvík. Petrúnella eltir Rhoads eins og skuggann og tekst vel til að koma henni úr takti við leikinn. Njarðvík hefur tekið sex stiga forystu, 46-40, og tekur Bjarni, þjálfari Hauka, leikhlé.3. leikhluti: Seinni hálfleikur hafinn og Hardy heldur upptekknum hætti og skorar eftir að hafa keyrt inn í teig. 41-38 fyrir gestina.Hálfleikur: Það er boðið upp á hinn stórskemmtilega snúning hér í hálfleik, þar sem þáttakendur snúa sér í tíu hringi í miðjunni og eiga síðan að skora strax - allt innan 24 sekúndna. Ívar Ásgrímsson og Brenton Birmingham reyndu fyrir sér en þeir hrundu báðir í gólfið eftir að hafa fengið boltann. Stórfyndið.Fyrri hálfleik lokið, staðan er 38-39: Njarðvíkingar leiða með einu stigi eftir að hafa leyft Haukum að rúlla yfir sig í upphafi annars leikhluta. Liðin eru að bjóða upp á ágætiskörfubolta og þetta er farið að snúast upp í einvígi á milli Rhoads (15 stig) og Hardy (16 stig). En allt í járnum og útlit fyrir æsispennandi seinni hálfleik.2. leikhluti: Meira jafnræði með liðunum og sem fyrr fer Hardy fyrir Njarðvíkur liðinu. Hún er komin með þrettán stig í leiknum en staðan er 37-35 fyrir Njarðvík.2. leikhluti: Allt annað að sjá til Haukanna. Spila breitt og teygja á Njarðvíkingum. Rhoads kemur Haukum yfir, 29-27, eftir svakalegan 15-1 sprett í upphafi annars leikhluta.2. leikhluti: Gunnhildur Gunnarsdóttir setur niður góðan þrist í upphafi annars leikhluta og Haukar eru alilr að koma til. Margrét Rósa setur svo niður annan þrist eftir að Haukar vinna boltann aftur. Þarf nefnilega meira til en bara framlag frá Rhoads. 26-25 fyrir Njarðvík.1. leikhluta lokið: 26-16 fyrir Njarðvík. Frábær lokasprettur hjá Njarðvík, þar sem Hardy hefur verið mjög öflug og sótt grimmt upp að körfunni. Ingibjörg Elva átti einnig snotra körfu og virtist allt vera Njarðvíkingum í hag. Sú eina sem hefur verið með á nótunum í liði Hauka er hinn geysiöfluga Rhoads sem hefur skorað níu stig.1. leikhluti: Mikil barátta í leiknum og mikið skotið. Nýtingin var mjög góð framan af en hefur dalað. Njarðvík heldur þó undirtökunum og forystunni, 17-14.1. leikhluti: Haukar svara með fyrstu stigum sínum í leiknum en þá er komið að Ólöfu Helgu - hún setur líka niður þrist. En Rhoads getur líka skotið fyrir utan og svarar með þristi. Staðan 10-5. Þvílík sýning.1. leikhluti: Brice er ekki hætt. Keyrir aftur inn og skorar auk þess að fiska víti - sem hún nýtir reyndar ekki. En Njarðvík fær boltann aftur og Hardy setur niður stóran þrist. 7-0 Njarðvík - draumabyrjun.1. leikhluti: Njarðvík byrjar með boltann og Brice byrjar á því að keyra inn í teig og skora fyrstu stigin með sniðskoti. 2-0 fyrir Njarðvík.Fyrir leik: Ljósasýningunni lokið og allt til reiðu hér á Ásvöllum. Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson eru dómarar leiksins.Fyrir leik: Það verður forvitnilegt að fylgjast með Jence Ann Rhoads í leiknum en hún hefur verið tæp vegna meiðsla að undanförnu. Hún er með bestu leikmönnum deildarinnar og hefur verið mjög góð í úrslitakeppninni. Það mun mikið mæða á henni og Tierny Jenkins í dag. Njarðvík er líka með frábæra Kana - þær Lele Hardy og Shanae Baker-Brice.Fyrir leik: Njarðvík var nálægt því að klára seríuna í síðasta leik og komust til að mynda 30-13 yfir í þeim leik. En góður fjórði leikhluti hjá Haukum sá til þess að þeir náðu að halda lífi í seríunni. Með sigri á heimavelli í dag tryggja þeir sér oddaleik í Njarðvík á þriðjudagskvöldið.Fyrir leik: Hér voru að haltra inn í salinn þær Guðrún Ósk Ámundadóttir og Íris Sverrisdóttir, leikmenn Hauka. Báðar slitu krossband í sama leiknum, í baráttu við sama leikmanninn, í undanúrslitarimmunni gegn Keflavík. Þeirra er vitaskuld sárt saknað.Fyrir leik: Ína María Einarsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, er ekki með í dag. Hún er farin til Bandaríkjanna af ótilgreindum ástæðum, eftir því sem kom fram á Körfunni.is í dag.Fyrir leik: Það er góð stemning í húsinu, um 20 mínútum fyrir leik. Hér er vel mætt, sérstaklega Njarðvíkurmegin. Stuðningsmenn Hauka eru þó að týnast inn og hér fyrir utan salinn er löng röð í miðasölunni.Fyrir leik: Velkomin til leiks. Vísir heilsar á þessum fallega laugardegi. Við erum reyndar innandyra þessa stundina og verðum næstu tvo tímana eða svo. Hér er að hefjast fjórði leikur Hauka og Njarðvíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Njarðvík leiðir, 2-1, og dugir því sigur til að tryggja sér titilinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira