Þrjú Íslandsmet féllu í dag | Eygló komin með þrjár ÓL-greinar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2012 19:31 Eygló Ósk hefur farið á kostum í Laugardalslauginni. Mynd/Vilhelm Eygló Ósk Gústafsdóttir heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug en hún tryggði sér þátttökurétt í sinni þriðju grein á Ólympíuleikunum í dag. Alls voru þrjú Íslandsmet sett í dag. Eygló Ósk setti met í 100 m baksundi þegar hún syndi á 1:02,33 mínútum og bætti þar með gamla metið sitt um 0,4 sekúndur. Hún átti einnig þátt í Íslandsmeti í 4x100 m skriðsundi sem sundsveit Ægis bætti í dag. Sveitin synti á 3:51,64 en tími Eyglóar - 57,70 sekúndur - var nóg til að bæta stúlknamet í greininni en Eygló er aðeins sautján ára gömul. Með henni í sveit Ægis var systir hennar, Jóhanna Gerða, og þær Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sarah Blake bætti einnig Íslandsmetið í 100 m flugsundi er hún synti á 59,93 sekúndum. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir einni mínútu í greininni. Árangurinn dugði henni til að ná OST-lágmarki (Olympic Selection Time) sem má líkja við gömlu B-lágmörkin. Áður fyrr dugði B-lágmark til að tryggja sig á Ólympíuleika en þeir sundmenn sem ná ekki OQT (Olympic Qualifying Time) í minnst einni grein fá ekki sjálfkrafa þátttökurétt á leikunum í Lundúnum. Þeir þurfa að bíða þar til í sumar til að sjá hvort þeim verði úthlutað sæti í Ólympíusveit Íslands. Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér hins vegar í gær þátttökurétt á leikunum þegar hún náði OQT-lágmarki í 200 m baksundi. Hún var áður búin að ná OST lágmarki í 200 m fjórsundi og í dag gerði hún slíkt hið sama í 100 m baksundi. Þar sem hún er búin að ná OQT-lágmarki (sem má líkja við gamlu A-lágmarkið) dugir OST-lágmörk til að tryggja henni þátttökurétt í öðrum greinum. Hún mun því keppa í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Eygló keppir einnig í 50 m baksundi á morgun en það er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Sund Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug en hún tryggði sér þátttökurétt í sinni þriðju grein á Ólympíuleikunum í dag. Alls voru þrjú Íslandsmet sett í dag. Eygló Ósk setti met í 100 m baksundi þegar hún syndi á 1:02,33 mínútum og bætti þar með gamla metið sitt um 0,4 sekúndur. Hún átti einnig þátt í Íslandsmeti í 4x100 m skriðsundi sem sundsveit Ægis bætti í dag. Sveitin synti á 3:51,64 en tími Eyglóar - 57,70 sekúndur - var nóg til að bæta stúlknamet í greininni en Eygló er aðeins sautján ára gömul. Með henni í sveit Ægis var systir hennar, Jóhanna Gerða, og þær Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sarah Blake bætti einnig Íslandsmetið í 100 m flugsundi er hún synti á 59,93 sekúndum. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir einni mínútu í greininni. Árangurinn dugði henni til að ná OST-lágmarki (Olympic Selection Time) sem má líkja við gömlu B-lágmörkin. Áður fyrr dugði B-lágmark til að tryggja sig á Ólympíuleika en þeir sundmenn sem ná ekki OQT (Olympic Qualifying Time) í minnst einni grein fá ekki sjálfkrafa þátttökurétt á leikunum í Lundúnum. Þeir þurfa að bíða þar til í sumar til að sjá hvort þeim verði úthlutað sæti í Ólympíusveit Íslands. Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér hins vegar í gær þátttökurétt á leikunum þegar hún náði OQT-lágmarki í 200 m baksundi. Hún var áður búin að ná OST lágmarki í 200 m fjórsundi og í dag gerði hún slíkt hið sama í 100 m baksundi. Þar sem hún er búin að ná OQT-lágmarki (sem má líkja við gamlu A-lágmarkið) dugir OST-lágmörk til að tryggja henni þátttökurétt í öðrum greinum. Hún mun því keppa í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Eygló keppir einnig í 50 m baksundi á morgun en það er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
Sund Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sjá meira