Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos 20. mars 2012 23:30 Manning með forseta og varaforseta Denver Broncos. Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld. NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld.
NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira