Rauð spjöld og markaveisla í sigri Rangers á Celtic Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 14:18 Nígeríumaðurinn, Sone Aluko fagnar marki sínu í dag. nordic photos/ getty images Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós. Rígur liðanna er gríðarlegur og var leikurinn sérstaklega þýðingarmikill í ljósi þess að Celtic hefðu getað tryggt sér titillinn með sigri í leiknum. Rangers fékk óskabyrjun strax á elleftu mínútu þegar Sone Aluko kom sínum mönnum yfir. Ekki vænkaðist hagur Celtic þegar varnarmaðurinn Du Ri Cha fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Victor Wanyama, leikmaður Celtic fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og voru því Celtic orðnir níu á móti ellefu leikmönnum Rangers. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Celtic og nýttu Rangers sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst var það Andrew Little á 72. mínútu og bætti svo Lee Wallace við marki fimm mínútum síðar. Lokamínúturnar voru fjörlegar og fékk Carlos Bocanegra, leikmaður Rangers að líta rauða spjaldið fyrir brot innan vítateigs á 89 mínútu. Scott Brown, fyrirliði Celtic skoraði úr vítaspyrnunni. Celtic tókst að minnka muninn í eitt mark aðeins mínútu síðar en þar var að verki Thomas Rogne. Lengra komust Celtic menn ekki og 3-2 sigur Rangers því staðreynd. Nokkuð ljóst er að Celtic mun hampa titlinum í lok tímabils enda munurinn á liðunum heil átján stig þegar sjö umferðir eru eftir. Sigurinn var þó gríðarlega kærkominn fyrir lið Rangers enda liðið búið að vera í mikilli upplausn að undanförnu vegna fjárhagsvandræða. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós. Rígur liðanna er gríðarlegur og var leikurinn sérstaklega þýðingarmikill í ljósi þess að Celtic hefðu getað tryggt sér titillinn með sigri í leiknum. Rangers fékk óskabyrjun strax á elleftu mínútu þegar Sone Aluko kom sínum mönnum yfir. Ekki vænkaðist hagur Celtic þegar varnarmaðurinn Du Ri Cha fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Victor Wanyama, leikmaður Celtic fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og voru því Celtic orðnir níu á móti ellefu leikmönnum Rangers. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Celtic og nýttu Rangers sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst var það Andrew Little á 72. mínútu og bætti svo Lee Wallace við marki fimm mínútum síðar. Lokamínúturnar voru fjörlegar og fékk Carlos Bocanegra, leikmaður Rangers að líta rauða spjaldið fyrir brot innan vítateigs á 89 mínútu. Scott Brown, fyrirliði Celtic skoraði úr vítaspyrnunni. Celtic tókst að minnka muninn í eitt mark aðeins mínútu síðar en þar var að verki Thomas Rogne. Lengra komust Celtic menn ekki og 3-2 sigur Rangers því staðreynd. Nokkuð ljóst er að Celtic mun hampa titlinum í lok tímabils enda munurinn á liðunum heil átján stig þegar sjö umferðir eru eftir. Sigurinn var þó gríðarlega kærkominn fyrir lið Rangers enda liðið búið að vera í mikilli upplausn að undanförnu vegna fjárhagsvandræða.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira