Tóku Icesave-vandann mjög alvarlega Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2012 12:03 Björgvin G. Sigurðsson segir að Icesave vandanum hafi verið tekið af mjög mikilli alvöru. mynd/ gva. Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum," sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna. „Ég veit ekki hvernig í veröldinni Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir," sagði Björgvin um viðbrögð Alistairs Darling þáverandi fjármálaráðherra Breta. Íslensk yfirvöld áttu fund með Darling til að ræða vandann vegna reikninganna. Björgvin G. Sigurðsson segir að markvisst hafi verið unnið að því að koma Icesave reikningum Landsbankans í dótturfélög á árinu 2008. Málið hafi verið sett í ákveðinn farveg, en þegar leið á árið virtist sem áhugi breska fjármálaeftirlitsins á þessu verkefni hafi dvínað. Þetta hafi meðal annars lýst sér í því að breska fjármálaeftirlitið gerði algerlega óraunhæfar kröfur um það eigið fé sem Landsbankinn átti að flytja inn í breska dótturfélagið. „Það var ekki tilefnislaust markmið," sagði Björgvin þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann hvort þeir hafi talið hættu á ferðum vegna þess hve lítið væri í íslenska innistæðutryggingasjóðnum. Hann sagði þó að það hefði ekki verið séríslenskt vandamál hve lítið hefði verið í sjóðnum. Þetta hefði líka átt við í Bretlandi. Björgvin sagði að það hefði fyrst og fremst verið vegna ágreinings breska fjármálaeftirlitsins, íslenska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans að ekki hafi tekist að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans á Bretlandi áður en yfir lauk. Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum," sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna. „Ég veit ekki hvernig í veröldinni Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir," sagði Björgvin um viðbrögð Alistairs Darling þáverandi fjármálaráðherra Breta. Íslensk yfirvöld áttu fund með Darling til að ræða vandann vegna reikninganna. Björgvin G. Sigurðsson segir að markvisst hafi verið unnið að því að koma Icesave reikningum Landsbankans í dótturfélög á árinu 2008. Málið hafi verið sett í ákveðinn farveg, en þegar leið á árið virtist sem áhugi breska fjármálaeftirlitsins á þessu verkefni hafi dvínað. Þetta hafi meðal annars lýst sér í því að breska fjármálaeftirlitið gerði algerlega óraunhæfar kröfur um það eigið fé sem Landsbankinn átti að flytja inn í breska dótturfélagið. „Það var ekki tilefnislaust markmið," sagði Björgvin þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann hvort þeir hafi talið hættu á ferðum vegna þess hve lítið væri í íslenska innistæðutryggingasjóðnum. Hann sagði þó að það hefði ekki verið séríslenskt vandamál hve lítið hefði verið í sjóðnum. Þetta hefði líka átt við í Bretlandi. Björgvin sagði að það hefði fyrst og fremst verið vegna ágreinings breska fjármálaeftirlitsins, íslenska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans að ekki hafi tekist að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans á Bretlandi áður en yfir lauk.
Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira