Bankastjórarnir héldu að bankarnir myndu hrynja 2006 Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2012 15:18 Davíð Oddsson segist ekki hafa séð fyrir vandræðin 2006. mynd/ Anton Brink Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, hringdi í Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, á laugardegi sumarið 2006 vegna áhyggna bankastjóra viðskiptabankanna af því að bankarnir yrðu komnir á hausinn tveimur dögum seinna. Davíð greindi frá þessu í Landsdómi í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis, spurði Davíð að því hvernig minikreppan 2006 hefði blasað við honum. Davíð sagðist verða að viðurkenna að hann hafi ekki séð hana fyrir. „Ég var kominn upp í sumarbústað þegar Halldór Ásgrimsson hringdi í mig og sagði mér að bankastjórar teldu að bankarnir væru komnir höfuðið á mánudag," sagði Davíð. Davíð sagðist hafa hitt Bjarna Ármannsson, þáverandi forstjóra Glitnis, og Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóra Landsbankans, en rætt við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, í síma. Bankastjórarnir hafi lýst því yfir að þeir væru með tiltekna tegund af skuldabréfaflokkum sem þurfti að endurnýja en þeir gátu ekki. „Við ákváðum þrátt fyrir þessa áhættu að bregðast ekki við. Þeir sem þurftu að endurnýja þessa lánaflokka hafi gert það. „Þetta varð ekki eins mikil krísa vegna þess að þá var engin alþjóðleg krísa," sagði Davíð. Hann sagði að um þetta leyti hafi verið settur af stað hópur um fjármálastöðugleika. Davíð segist ekki hafa átt sæti í samráðshópnum. Hann sagði að sér hafi stundum ekki fundist starf samráðshópsins hafa verið nógu markvisst. Landsdómur Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, hringdi í Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, á laugardegi sumarið 2006 vegna áhyggna bankastjóra viðskiptabankanna af því að bankarnir yrðu komnir á hausinn tveimur dögum seinna. Davíð greindi frá þessu í Landsdómi í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis, spurði Davíð að því hvernig minikreppan 2006 hefði blasað við honum. Davíð sagðist verða að viðurkenna að hann hafi ekki séð hana fyrir. „Ég var kominn upp í sumarbústað þegar Halldór Ásgrimsson hringdi í mig og sagði mér að bankastjórar teldu að bankarnir væru komnir höfuðið á mánudag," sagði Davíð. Davíð sagðist hafa hitt Bjarna Ármannsson, þáverandi forstjóra Glitnis, og Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóra Landsbankans, en rætt við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, í síma. Bankastjórarnir hafi lýst því yfir að þeir væru með tiltekna tegund af skuldabréfaflokkum sem þurfti að endurnýja en þeir gátu ekki. „Við ákváðum þrátt fyrir þessa áhættu að bregðast ekki við. Þeir sem þurftu að endurnýja þessa lánaflokka hafi gert það. „Þetta varð ekki eins mikil krísa vegna þess að þá var engin alþjóðleg krísa," sagði Davíð. Hann sagði að um þetta leyti hafi verið settur af stað hópur um fjármálastöðugleika. Davíð segist ekki hafa átt sæti í samráðshópnum. Hann sagði að sér hafi stundum ekki fundist starf samráðshópsins hafa verið nógu markvisst.
Landsdómur Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira