Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi.
Ragna Benedikta Garðarsdóttir er doktor í félagssálfræði og lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sálfræðiþættina að baki hagrænni hegðun eins og skuldsetningu. Í nýjasta þætti Klinksins á Vísi segir hún að drífandi þáttur sé efnishyggja, en það er trú fólks á að velgengni sé fólgin í peningum og að eignir geti fært fólki hamingju.
Hún segir að í samfélagi þar sem menn bera kjör sín mikið saman myndist þörf fyrir að eiga það sama og aðrir, og það hafi Íslendingar gert með skuldsetningu, en efnishyggja hafi skýrt hluta ofskuldsetningar þjóðarinnar á árunum fyrir hrun.
Gögn sem Ragna safnaði á Íslandi á árunum 2006 og 2007 sýna að efnishyggja hafi haft meira forspárgildi um skuldasöfnun fólks fyrir hrun en bæði tekjur þess og fjármálakunnátta.
„Hvað segir það okkur?" spyr Ragna. „Að það sem þú trúir, þín viðhorf og gildi, segja meira til um það hvort þú ert tilbúinn til að taka lán, heldur en hvaða tekjur þú ert með. Var enginn að bakka upp þessi lán? Nei, það var hægt að taka lán fyrir hvaða upphæð sem er burtséð frá tekjum okkar. Það er alvarlegt mál."
Gögn sem Ragna hefur safnað eftir hrun benda svo til þess að efnishyggja sé að aukast eftir hrun fjármálakerfisins.
„Þegar það er fjárhagslegur ótti uppi í samfélaginu, þá er fólk líklegra til að leggja meiri áherslu á peninga og eignir en annars. Þetta segir sig kannski pínulítið sjálft.
Ragna er í ítarlegu viðtali um sálfræðina í hagkerfinu í nýjasta þætti Klinksins, sem sjá má hér.
Efnishyggjan aukist eftir hrun
Hafsteinn Hauksson skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent


Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent