Úrslitin í Ofurskálarleiknum, Superbowl, réðust á síðustu sekúndu leiksins þar sem Eli Manning og New York Giants höfðu betur gegn Tom Brady og New England Patriots. Lokatölur, 21-17. Þetta er fjórði meistaratitill Giants frá upphafi en Patriots er með þrjá meistaratitla.
Manning, leisktjórnandi Giants, fékk boltann í stöðunni 17-15 fyrir Patriots þegar 3.46 mínútur voru eftir af leiknum. Manning náði 9 sendingum á þessum tíma og Ahmad Bradshaw skoraði snertimark 57 sekúndum fyrir leikslok.
Þessi lið mættust í úrslitaleiknum árið 2008 og þar hafði Giants einnig betur, og Eli Manning var einnig valinn besti leikmaðurinn í þeirri viðureign líkt og í ár. Hann hefur því fetað í fótspor bróður síns, Peyton Manning, sem hefur leikið með Indianapolis Colts allt frá árinu 1998. Eli hefur samt nú unnið tvo titla en Peyton aðeins einn.
Patriots voru lengi í gang, Giants skoraði 9 stig í 1. leikhluta en Patriots náðu að komast yfir 17-9, þegar skammt var liðið á 2. Leikhluta, en Giants skoruðu 12 síðustu stigin í leiknum.
Tom Coughlin, þjálfari Giants, var nánast búinn að missa vinnuna þegar langt var liðið á deildarkeppnina, enda var gengi liðsins ekki gott. Giants tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna tvo síðustu leikina. Liðið vann síðan alla fjóra leikina í úrslitakeppninni og tryggði sér bandaríska meistratitilinn. Þetta er í fyrsta sinn sem lið með 9-7 vinningshlutfall tryggir sér sigur í NFL deildinni.
Patriots náði betri árangri í deildarkeppninni en Giants, með 13 sigra og 3 tapleiki. Patriots hefur ekki landað meistaratitlinum frá því að liðið vann Ofurskálarleikinn árið 2004.
Manning og Giants fögnuðu sigri í Ofurskálarleiknum

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn



Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti

