Sport

Wozniacki hrundi niður í fjórða sæti á heimslistanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danska tenniskonan Caroline Wozniacki er ekki lengur besta tenniskona heims samkvæmt heimslistanum og það sem meira er slakur árangur hennar á opna ástralska mótinu sá til þess að hún fór úr fyrsta sætinu og niður í það fjórða.

Caroline Wozniacki var búin að vera í efsta sæti heimslistans í 67 vikur en hún bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti.

Victoria Azarenka vann opna ástralska mótið og er komið upp í efsta sæti heimslistans. Hún hefur 8585 stig, Petra Kvitova frá Tékklandi er í 2. sæti með 7690 stig og Rússinn Maria Sharapova er síðan í 3. sætinu með 7560 stig. Wozniacki er síðan með 7085 stig.

Wozniacki datt út fyrir belgísku stelpunni Kim Clijsters í átta liða úrslitunum á opna ástralska mótinu og það tap þýddi að hún var ekki lengur efst á listanum. Wozniacki var búin að vera í efsta sæti á listanum frá því í október 2010 fyrir utan eina viku þar sem Clijsters náði efsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×