Össur segir fráleitt að Geirsmálið sprengi stjórnarsamstarfið Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2012 17:14 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. „Vitaskuld er titringur hér og hvar í stjórnarliðinu og menn eru misjafnlega ánægðir með útkomuna. Ég tel hins vegar alveg fráleitt að þetta leiði til þess að stjórnin falli eins og ég sé vangaveltur um í fjölmiðlum. Það er ekkert í þessu máli sem á að geta leitt til þess nema að menn sé farið að bresta úthaldið. Ég held sannarlega ekki að þetta mál hafi einhverjar afdrifaríkar afleiðingar um framtíð ríkisstjórnarinnar," segir Össur. Össur bendir á að það sé farið að ganga vel hjá ríkisstjórninni. „Það eru allar efnahagsvísbendingar mjög jákvæðar og við erum sigld út úr storminum. Það væri hreinn asnaskapur að ætla að láta gremju yfir úrslitunum breyta einhverju um það," segir Össur. Aðspurður um það hvort Össur ætli að greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar hún verður tekin til atkvæðagreiðslu segist Össur vera samkvæmur sjálfum mér. „Ég var frá upphafi andvígur því að þessu máli væri vísað til landsdóms og ég hef ekki breytt um skoðun á því. Það er ekki frétt þó ráðherra í ríkisstjórn sé samkvæmur sjálfum sér," segir Össur. Landsdómur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. „Vitaskuld er titringur hér og hvar í stjórnarliðinu og menn eru misjafnlega ánægðir með útkomuna. Ég tel hins vegar alveg fráleitt að þetta leiði til þess að stjórnin falli eins og ég sé vangaveltur um í fjölmiðlum. Það er ekkert í þessu máli sem á að geta leitt til þess nema að menn sé farið að bresta úthaldið. Ég held sannarlega ekki að þetta mál hafi einhverjar afdrifaríkar afleiðingar um framtíð ríkisstjórnarinnar," segir Össur. Össur bendir á að það sé farið að ganga vel hjá ríkisstjórninni. „Það eru allar efnahagsvísbendingar mjög jákvæðar og við erum sigld út úr storminum. Það væri hreinn asnaskapur að ætla að láta gremju yfir úrslitunum breyta einhverju um það," segir Össur. Aðspurður um það hvort Össur ætli að greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar hún verður tekin til atkvæðagreiðslu segist Össur vera samkvæmur sjálfum mér. „Ég var frá upphafi andvígur því að þessu máli væri vísað til landsdóms og ég hef ekki breytt um skoðun á því. Það er ekki frétt þó ráðherra í ríkisstjórn sé samkvæmur sjálfum sér," segir Össur.
Landsdómur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira