Keflavíkurkonur hefndu bikartapsins og unnu í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2012 20:40 Jaleesa Butler var góð í kvöld. Mynd/Anton Keflavík styrkti stöðu sína á toppi Iceland Express deildar kvenna eftir sex stiga útisigur á Njarðvík, 68-62, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Keflavík er eftir leikinn með fjögurra stiga forskot á Njarðvík á toppi deildarinnar. Njarðvík sló Keflavík út úr átta liða úrslitum Powerade-bikarsins á mánudagskvöldið en keflavíkurkonur nýttu sér það vel að geta hefnt fyrir tapið á sama stað aðeins tveimur dögum síðar. Jaleesa Butler fór á kostum í Keflavíkurliðinu í kvöld en hún var með 35 stig og 18 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir var næststigahæst með 12 stig. Lele Hardy var með 25 stig og 15 fráköst hjá Njarðvík og Shanae Baker-Brice skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Keflavíkurkonur virtust vera í miklum hefndarhug í upphafi leiks því þær komust í 8-2 og 11-4 en þá fóru heimastúlkur í gang, skoruðu 18 stig í röð og komust í 22-11. Njarðvíkurliðið var síðan 25-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komust fjórtán stigum yfir, 30-16, en Keflavíkurliðið náði að vinna sig inn í leikinn á ný og náði að minnka muninn í tvö stig, 35-33, þegar 73 sekúndur voru til hálfleiks. Lele Hardy endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu og Njarðvík var því 38-33 yfir í hálfleik. Keflavíkurkonur byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, skoruðu 12 af fyrstu 14 stigum þriðja leikhlutans og voru komnar með fimm stiga forskot, 45-40. Jaleesa Butler skoraði átta stig á þessum kafla og var alls með 10 stig í leikhlutanum. Keflavík var síðan 53-45 yfir fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið 3. leikhlutann 20-7. Keflavíkurliðið náði mest fimmtán stiga forskoti í fjórða leikhlutanum, 66-51, en Njarðvík minnkaði muninn í sex stig fyrir leikslok án þess þó að ógna mikið sigri Keflavíkur.Njarðvík-Keflavík 62-68 (25-16, 13-17, 7-20, 17-15)Njarðvík: Lele Hardy 25/15 fráköst/6 stolnir, Shanae Baker-Brice 20/11 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 5/6 fráköst, Harpa Hallgrímsdóttir 4/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2, Ína María Einarsdóttir 1.Keflavík: Jaleesa Butler 35/18 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/5 stolnir, Hrund Jóhannsdóttir 4, Helga Hallgrímsdóttir 4/12 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3/4 fráköst, Shanika Chantel Butler 2/7 fráköst/5 stoðsendingar. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Keflavík styrkti stöðu sína á toppi Iceland Express deildar kvenna eftir sex stiga útisigur á Njarðvík, 68-62, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Keflavík er eftir leikinn með fjögurra stiga forskot á Njarðvík á toppi deildarinnar. Njarðvík sló Keflavík út úr átta liða úrslitum Powerade-bikarsins á mánudagskvöldið en keflavíkurkonur nýttu sér það vel að geta hefnt fyrir tapið á sama stað aðeins tveimur dögum síðar. Jaleesa Butler fór á kostum í Keflavíkurliðinu í kvöld en hún var með 35 stig og 18 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir var næststigahæst með 12 stig. Lele Hardy var með 25 stig og 15 fráköst hjá Njarðvík og Shanae Baker-Brice skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Keflavíkurkonur virtust vera í miklum hefndarhug í upphafi leiks því þær komust í 8-2 og 11-4 en þá fóru heimastúlkur í gang, skoruðu 18 stig í röð og komust í 22-11. Njarðvíkurliðið var síðan 25-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komust fjórtán stigum yfir, 30-16, en Keflavíkurliðið náði að vinna sig inn í leikinn á ný og náði að minnka muninn í tvö stig, 35-33, þegar 73 sekúndur voru til hálfleiks. Lele Hardy endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu og Njarðvík var því 38-33 yfir í hálfleik. Keflavíkurkonur byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, skoruðu 12 af fyrstu 14 stigum þriðja leikhlutans og voru komnar með fimm stiga forskot, 45-40. Jaleesa Butler skoraði átta stig á þessum kafla og var alls með 10 stig í leikhlutanum. Keflavík var síðan 53-45 yfir fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið 3. leikhlutann 20-7. Keflavíkurliðið náði mest fimmtán stiga forskoti í fjórða leikhlutanum, 66-51, en Njarðvík minnkaði muninn í sex stig fyrir leikslok án þess þó að ógna mikið sigri Keflavíkur.Njarðvík-Keflavík 62-68 (25-16, 13-17, 7-20, 17-15)Njarðvík: Lele Hardy 25/15 fráköst/6 stolnir, Shanae Baker-Brice 20/11 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 5/6 fráköst, Harpa Hallgrímsdóttir 4/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2, Ína María Einarsdóttir 1.Keflavík: Jaleesa Butler 35/18 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/5 stolnir, Hrund Jóhannsdóttir 4, Helga Hallgrímsdóttir 4/12 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3/4 fráköst, Shanika Chantel Butler 2/7 fráköst/5 stoðsendingar.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira