Halldór komst ekki í úrslit - leitar að upptöku af "Humarstökkinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 08:06 Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan. Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan.
Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00
Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00
Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn