Gagnrýna MAST harðlega - áttu ekki að heimila frekari dreifingu 15. janúar 2012 18:11 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. „Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan: Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Í tilefni af fréttum um notkun iðnaðarsalts í matvæli, vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur benda á að efnasamsetning saltsins réttlætir ekki dreifingu þess til matvælaframleiðslu eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka heldur er það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem veldur því að það er ekki notað til manneldis. Heilbrigðiseftirlitið vill einnig leiðrétta það, sem fram hefur komið í fréttum, að Heilbrigðiseftirlitið hafi neitað að gefa upp lista yfir til hverja Ölgerðin hefur dreift umræddu salti. Það er ekki rétt.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Ölgerðin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er Ölgerðin því ekki undir eftirliti Matvælastofnunar. Í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlitið fékk framangreindar upplýsingar og að Matvælastofnun fer með yfirstjórn matvælaeftirlits óskaði Heilbrigðiseftirlitið eftir frekari upplýsingum um málið og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þessum ákvörðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði tvívegis með Matvælastofnun til að hvetja þá til að upplýsa um málið og gera frekari grein fyrir ákvörðunum sínum. Þá hóf Heilbrigðiseftirlit Reykjavík þegar rannsókn málsins til að kanna hverjir hefðu saltið undir höndum í Reykjavík. Í ljós kom að engar birgðir voru til af saltinu hjá matvælaframleiðendum í borginni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði um málið með fulltrúum Ölgerðarinnar sem upplýsti að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta dreifingu á saltinu og farga því. Farið var fram á það að það yrði gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í ljós kom að Ölgerðin hafði einungis upplýst stærstu kaupendur saltsins um málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að öllum kaupendum yrðu sendar upplýsingar þar sem fram kæmi að um væri að ræða að iðnaðarsalt en ekki salt sem ætlað er í matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um geymslu og framleiðslu saltsins. Ölgerðin upplýsti um það að hún hefði hafið dreifingu manneldissalts þegar í nóvember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið senda lista yfir dreifingu iðnaðarsaltsins annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og er sjálfsagt mál að láta þá fylgja með þessari fréttatilkynningu. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. „Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan: Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Í tilefni af fréttum um notkun iðnaðarsalts í matvæli, vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur benda á að efnasamsetning saltsins réttlætir ekki dreifingu þess til matvælaframleiðslu eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka heldur er það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem veldur því að það er ekki notað til manneldis. Heilbrigðiseftirlitið vill einnig leiðrétta það, sem fram hefur komið í fréttum, að Heilbrigðiseftirlitið hafi neitað að gefa upp lista yfir til hverja Ölgerðin hefur dreift umræddu salti. Það er ekki rétt.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Ölgerðin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er Ölgerðin því ekki undir eftirliti Matvælastofnunar. Í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlitið fékk framangreindar upplýsingar og að Matvælastofnun fer með yfirstjórn matvælaeftirlits óskaði Heilbrigðiseftirlitið eftir frekari upplýsingum um málið og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þessum ákvörðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði tvívegis með Matvælastofnun til að hvetja þá til að upplýsa um málið og gera frekari grein fyrir ákvörðunum sínum. Þá hóf Heilbrigðiseftirlit Reykjavík þegar rannsókn málsins til að kanna hverjir hefðu saltið undir höndum í Reykjavík. Í ljós kom að engar birgðir voru til af saltinu hjá matvælaframleiðendum í borginni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði um málið með fulltrúum Ölgerðarinnar sem upplýsti að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta dreifingu á saltinu og farga því. Farið var fram á það að það yrði gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í ljós kom að Ölgerðin hafði einungis upplýst stærstu kaupendur saltsins um málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að öllum kaupendum yrðu sendar upplýsingar þar sem fram kæmi að um væri að ræða að iðnaðarsalt en ekki salt sem ætlað er í matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um geymslu og framleiðslu saltsins. Ölgerðin upplýsti um það að hún hefði hafið dreifingu manneldissalts þegar í nóvember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið senda lista yfir dreifingu iðnaðarsaltsins annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og er sjálfsagt mál að láta þá fylgja með þessari fréttatilkynningu.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07
Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29
Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12