Eli Manning og félagar grýttu meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2012 08:59 Eli Manning fagnar í gær. Mynd/AP Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar. NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar.
NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira