Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir Erla Hlynsdóttir skrifar 4. janúar 2012 21:22 Geir Gunnlaugsson er landlæknir. Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. Heilbrigðisráðherra Breta sagðist í dag hlynntur því að safnað verði gögnum um sílíkonaðgerðir á brjóstum til að geta betur kortlagt hvort púðar frá franska fyrirtækinu PIP rifna oftar en aðrir púðar. Svipuð leið verður farin hér á landi en engar upplýsingar liggja fyrir um fjölda íslenskra kvenna með sílíkonbrjóst. „Við höfum heldur engar upplýsingar um það hversu algengt rof er á slíkum púðum og hversu margar aðgerðir konur hafa gengist undir vegna þessa," segir Geir. Það eitt hefur komið fram að talið er að um fjögur hundruð konur á Íslandi séu með sílíkon frá PIP. Bretar, sem íslensk yfirvöld líta einna helst til, eru nú að endurmeta þá niðurstöðu sína að púðar frá PIP séu ekki skaðlegri en aðrir púðar eftir að í ljós kom að fleiri púðar höfðu rifnað en vitað var um. Geir vonast til þess að upplýsingar frá lýtalæknum liggi fyrir innan tíu til fjórtán daga. Þá á eftir að vinna úr þeim. Mörgum þykja fegrunaraðgerðir vera mikið feimnismál, en Geir segir konum með sílíkonbrjóst að hafa ekki áhyggjur. „Ég get lofað íslenskum konum að við stöndum vörð um persónuvernd þeirra" segir Geir. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. Heilbrigðisráðherra Breta sagðist í dag hlynntur því að safnað verði gögnum um sílíkonaðgerðir á brjóstum til að geta betur kortlagt hvort púðar frá franska fyrirtækinu PIP rifna oftar en aðrir púðar. Svipuð leið verður farin hér á landi en engar upplýsingar liggja fyrir um fjölda íslenskra kvenna með sílíkonbrjóst. „Við höfum heldur engar upplýsingar um það hversu algengt rof er á slíkum púðum og hversu margar aðgerðir konur hafa gengist undir vegna þessa," segir Geir. Það eitt hefur komið fram að talið er að um fjögur hundruð konur á Íslandi séu með sílíkon frá PIP. Bretar, sem íslensk yfirvöld líta einna helst til, eru nú að endurmeta þá niðurstöðu sína að púðar frá PIP séu ekki skaðlegri en aðrir púðar eftir að í ljós kom að fleiri púðar höfðu rifnað en vitað var um. Geir vonast til þess að upplýsingar frá lýtalæknum liggi fyrir innan tíu til fjórtán daga. Þá á eftir að vinna úr þeim. Mörgum þykja fegrunaraðgerðir vera mikið feimnismál, en Geir segir konum með sílíkonbrjóst að hafa ekki áhyggjur. „Ég get lofað íslenskum konum að við stöndum vörð um persónuvernd þeirra" segir Geir.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira