Heiðar Helguson er Íþróttamaður ársins 2011 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2012 20:35 Heiðar Helguson. Mynd/Nordic Photos/Getty Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn og er Heiðar að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn en hann hafði aldrei áður verið meðal tíu efstu. Heiðar er 37. íþróttamaðurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi en ellefu sem hafa verið kostnir Íþróttamenn ársins hafa unnið þessi verðlaun oftar en einu sinni. Heiðar er sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er kosinn Íþróttamaður ársins og sá fyrsti síðan að Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Knattspyrnumenn hafa hlotið verðlaunin níu sinnum því bæði Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa hlotið þessa viðurkenningu tvisvar sinnum. Knattspyrnufólk var annars áberandi meðal efstu manna í kjörinu því Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 4. sæti, Kolbeinn Sigþórsson í 5. sæti og Þóra Björg Helgadóttir endaði í 6. sæti í kjörinu í ár. 31 íþróttamaður fékk atkvæði að þessu sinni og komu þeir úr sextán íþróttagreinum. Það má sjá hér fyrir neðan hvernig atkvæðin skiptust í kjörinu í ár.Íþróttamaður ársins 2011 - úrslit kjörsins 1. Heiðar Helguson knattspyrna 229 stig 2. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttir 199 3. Jakob Örn Sigurðarson körfubolti 161 4. Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna 145 5. Kolbeinn Sigþórsson knattspyrna 137 6. Þóra B. Helgadóttir knattspyrna 134 7. Aron Pálmarsson handbolti 109 8. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttir 79 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handbolti 74 10. Ólafur Björn Loftsson golf 65 11. Þormóður Árni Jónsson júdó 52 12. Björgvin Páll Gústavsson handbolti 34 13. Arnór Atlason handbolti 28 14. Hafþór Harðarson keila 27 15. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir handbolti 21 16.-17. Snorri Steinn Guðjónsson handbolti 20 16.-17. Thelma Rut Hermannsdóttir fimleikar 20 18. Eygló Ósk Gústafsdóttir sund 15 19. Alexander Petersson handbolti 10 20.-22. Hlynur Bæringsson körfubolti 6 20.-22. Jakob Jóhann Sveinsson sund 6 20.-22. Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrna 6 23. Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra 5 24.-26. Annie Mist Þórisdóttir lyftingar 4 24.-26. Ragna Ingólfsdóttir badminton 4 24.-26. Karen Axelsdóttir þríþraut 4 27.-29. Erla Dögg Haraldsdóttir sund 3 27.-29. Björgvin Björgvinsson skíði 3 27.-29. Aðalheiður Rósa Harðardóttir karate 3 30. Karen Knútsdóttir handbolti 2 31. Jóhann Skúlason hestaíþróttir 1 Innlendar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn og er Heiðar að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn en hann hafði aldrei áður verið meðal tíu efstu. Heiðar er 37. íþróttamaðurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi en ellefu sem hafa verið kostnir Íþróttamenn ársins hafa unnið þessi verðlaun oftar en einu sinni. Heiðar er sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er kosinn Íþróttamaður ársins og sá fyrsti síðan að Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Knattspyrnumenn hafa hlotið verðlaunin níu sinnum því bæði Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa hlotið þessa viðurkenningu tvisvar sinnum. Knattspyrnufólk var annars áberandi meðal efstu manna í kjörinu því Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 4. sæti, Kolbeinn Sigþórsson í 5. sæti og Þóra Björg Helgadóttir endaði í 6. sæti í kjörinu í ár. 31 íþróttamaður fékk atkvæði að þessu sinni og komu þeir úr sextán íþróttagreinum. Það má sjá hér fyrir neðan hvernig atkvæðin skiptust í kjörinu í ár.Íþróttamaður ársins 2011 - úrslit kjörsins 1. Heiðar Helguson knattspyrna 229 stig 2. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttir 199 3. Jakob Örn Sigurðarson körfubolti 161 4. Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna 145 5. Kolbeinn Sigþórsson knattspyrna 137 6. Þóra B. Helgadóttir knattspyrna 134 7. Aron Pálmarsson handbolti 109 8. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttir 79 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handbolti 74 10. Ólafur Björn Loftsson golf 65 11. Þormóður Árni Jónsson júdó 52 12. Björgvin Páll Gústavsson handbolti 34 13. Arnór Atlason handbolti 28 14. Hafþór Harðarson keila 27 15. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir handbolti 21 16.-17. Snorri Steinn Guðjónsson handbolti 20 16.-17. Thelma Rut Hermannsdóttir fimleikar 20 18. Eygló Ósk Gústafsdóttir sund 15 19. Alexander Petersson handbolti 10 20.-22. Hlynur Bæringsson körfubolti 6 20.-22. Jakob Jóhann Sveinsson sund 6 20.-22. Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrna 6 23. Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra 5 24.-26. Annie Mist Þórisdóttir lyftingar 4 24.-26. Ragna Ingólfsdóttir badminton 4 24.-26. Karen Axelsdóttir þríþraut 4 27.-29. Erla Dögg Haraldsdóttir sund 3 27.-29. Björgvin Björgvinsson skíði 3 27.-29. Aðalheiður Rósa Harðardóttir karate 3 30. Karen Knútsdóttir handbolti 2 31. Jóhann Skúlason hestaíþróttir 1
Innlendar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira