"Hækkun í hafi“? Þórólfur Matthíasson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsingaherferðir og síendurteknar fullyrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauðlindina. Endurskoðendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðarinnar sem þeir voru í fegrun ársreikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlindarentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Líklega er leiguverðið í hærri kantinum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verðmyndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auðlindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hreinum hagnaði þegar fjármagnskostnaður er reiknaður með svokallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar útgerðarfyrirtækja annars vegar og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hins vegar. Tölur eru færðar til verðlags ársins 2011 með neysluverðsvísitölu. Myndin ber með sér að hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur nálægt þrefaldast að verðmæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fiskvinnslu sé býsna sveiflukenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrarrök. En þessu fyrirkomulagi fylgir að fiskvinnsla er ósjaldan að kaupa hráefni af útgerðarfyrirtæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bókfærður hagnaður útgerðarfyrirtækja en bókfærður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjómanna (launagreiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli". Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur atriði þegar línuritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist verulega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávarútvegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávarútvegurinn auðveldlega greitt 20 milljarða plús árlega í auðlindagjald við núverandi aðstæður. Í þriðja lagi hlýtur línuritið að vekja spurningar hjá sjómönnum og þeim sem eru í forsvari fyrir launamál þeirra. Ekki verður annað séð en að verðmæti afurðanna hækki verulega „í hafi", þ.e.a.s. á leið sinni til útflutningsmarkaðanna. Stjórnarflokkarnir boða að til standi að efna loforð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávarauðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsingaherferðir og síendurteknar fullyrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauðlindina. Endurskoðendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðarinnar sem þeir voru í fegrun ársreikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlindarentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Líklega er leiguverðið í hærri kantinum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verðmyndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auðlindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hreinum hagnaði þegar fjármagnskostnaður er reiknaður með svokallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar útgerðarfyrirtækja annars vegar og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hins vegar. Tölur eru færðar til verðlags ársins 2011 með neysluverðsvísitölu. Myndin ber með sér að hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur nálægt þrefaldast að verðmæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fiskvinnslu sé býsna sveiflukenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrarrök. En þessu fyrirkomulagi fylgir að fiskvinnsla er ósjaldan að kaupa hráefni af útgerðarfyrirtæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bókfærður hagnaður útgerðarfyrirtækja en bókfærður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjómanna (launagreiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli". Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur atriði þegar línuritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist verulega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávarútvegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávarútvegurinn auðveldlega greitt 20 milljarða plús árlega í auðlindagjald við núverandi aðstæður. Í þriðja lagi hlýtur línuritið að vekja spurningar hjá sjómönnum og þeim sem eru í forsvari fyrir launamál þeirra. Ekki verður annað séð en að verðmæti afurðanna hækki verulega „í hafi", þ.e.a.s. á leið sinni til útflutningsmarkaðanna. Stjórnarflokkarnir boða að til standi að efna loforð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávarauðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun