Borussia Dortmund er komið með þrettán stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það vann góðan 1-3 sigur á Bayer Leverkusen í gærkvöldi.
Kevin Grosskreutz skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og Mario Götze eitt. Mörkin skoraði Dortmund á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks.
Stefan Kiessling minnkaði muninn á 80. mínútu fyrir Leverkusen sem er í þriðja sæti deildarinnar á markatölu. Mainz er í öðru sætinu.
Hannover er svo í fjórða sætinu og Bayern Munchen í því fimmta. Hoffenheim, lið Gylfa Sigurðssonar, er í áttunda sæti.
Dortmund með þrettán stiga forystu
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

