Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Hans Steinar Bjarnason skrifar 15. febrúar 2011 12:45 Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. Eins og kunnugt er unnu Valsmenn sigur í framlengdum undanúrslitaleik gegn Fram í Eimskipsbikar karla á sunnudaginn. Framarar hafa nú kært úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Vals, Markús Máni Michaelsson, hafi tekið þátt í leiknum án þess að vera með gildan leikmannasamning hjá Val. Markús er félagsmaður í Val en hafði lagt skóna á hilluna. Gerður var við hann svkallaður B-leikmannasamningur á síðustu stundu og tilkynning um það send á rafrænu formi til HSÍ á sunnudaginn, klukkutíma fyrir leik. Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á þessari kæru Framara og segir Valsmenn ekki hafa gert neitt rangt. „Samningurinn barst HSÍ í tæka tíð og um það er ekki deilt," sagði Sveinn. „Málið snýst um að þegar stjórnarmaður Fram mætir niður í HSÍ liggur vefþjónninn niðri. Þeir gátu því ekki fengið staðfest klukkan níu á mánudagsmorgun að faxið hafði borist." „Að hluta til er kæra Fram er byggð á misskilningi - hvort sem það er viljandi eða óviljandi. En ég óttast pínulítið máttleysi HSÍ í þessu máli. Auðvitað getur það leitt til þess að leiknum verði frestað. Þeir geta ekki stoppað svona mál þegar í ljós er komið að það er ekkert mál á borðinu." „Ég óttast auðvitað líka mikið tengsl Fram inn í HSÍ. Starfsmenn HSÍ eru búnir að staðfesta við okkur og við Fram að samningurinn hafi borist í tæka tíð. Hvað er þá málið?" Þetta segir formaður handknattleiksdeildar Vals sem vísaði þarna til manna sem eiga sæti í stjórn HSÍ og starfsmanna sambandsins. Reynir Stefánsson varaformaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að félagið vilji láta reyna á reglugerð um leikmannasamninga. Hann segir ákvörðun verða tekna á stjórnarfundi nú í hádeginu um hvort kærunni verði haldið til streitu. Úrslitaleikurinn á að fara fram laugardaginn 26. febrúar. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. Eins og kunnugt er unnu Valsmenn sigur í framlengdum undanúrslitaleik gegn Fram í Eimskipsbikar karla á sunnudaginn. Framarar hafa nú kært úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Vals, Markús Máni Michaelsson, hafi tekið þátt í leiknum án þess að vera með gildan leikmannasamning hjá Val. Markús er félagsmaður í Val en hafði lagt skóna á hilluna. Gerður var við hann svkallaður B-leikmannasamningur á síðustu stundu og tilkynning um það send á rafrænu formi til HSÍ á sunnudaginn, klukkutíma fyrir leik. Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á þessari kæru Framara og segir Valsmenn ekki hafa gert neitt rangt. „Samningurinn barst HSÍ í tæka tíð og um það er ekki deilt," sagði Sveinn. „Málið snýst um að þegar stjórnarmaður Fram mætir niður í HSÍ liggur vefþjónninn niðri. Þeir gátu því ekki fengið staðfest klukkan níu á mánudagsmorgun að faxið hafði borist." „Að hluta til er kæra Fram er byggð á misskilningi - hvort sem það er viljandi eða óviljandi. En ég óttast pínulítið máttleysi HSÍ í þessu máli. Auðvitað getur það leitt til þess að leiknum verði frestað. Þeir geta ekki stoppað svona mál þegar í ljós er komið að það er ekkert mál á borðinu." „Ég óttast auðvitað líka mikið tengsl Fram inn í HSÍ. Starfsmenn HSÍ eru búnir að staðfesta við okkur og við Fram að samningurinn hafi borist í tæka tíð. Hvað er þá málið?" Þetta segir formaður handknattleiksdeildar Vals sem vísaði þarna til manna sem eiga sæti í stjórn HSÍ og starfsmanna sambandsins. Reynir Stefánsson varaformaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að félagið vilji láta reyna á reglugerð um leikmannasamninga. Hann segir ákvörðun verða tekna á stjórnarfundi nú í hádeginu um hvort kærunni verði haldið til streitu. Úrslitaleikurinn á að fara fram laugardaginn 26. febrúar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti