Megum ekki fara fram úr okkur Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar 22. janúar 2011 09:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira