Utan vallar: Hver byrjaði á þessu "gefðu mér fimm“ kjaftæði? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. desember 2011 07:00 Leikmenn í NBA-deildinni að gefa "fimmu". NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira