Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2011 07:00 Heimsmethafinn í maraþonhlaupi karla, Patrick Mackau. Nordic Photos / Getty Images Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi." Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira