Hænufet í rétta átt Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. desember 2011 07:00 Nýlokið er árlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem þetta skiptið var haldin í Durban í Suður-Afríku. Væntingar fyrir ráðstefnuna voru litlar sem engar, sér í lagi eftir vonbrigði sem urðu með loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, en þvert á væntingar þokaði málum áfram. Því miður er varla hægt að segja að þar hafi verið um meira en eitt hænuskref að ræða, þó að vissulega hafi orðið vart við mjög mikilvægan samhljóm á ráðstefnunni. Samkomulag í sjónmáli?Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum hefur verið þyrnum stráð undanfarna tvo áratugi. Fljótt þótti ljóst að upphaflegur loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður var árið 1992, dygði ekki til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar upp að því marki sem æskilegt væri. Til að bregðast við því var Kýótó-bókunin gerð við samninginn árið 1995, þar sem komið var á nokkuð skýru kerfi, með mælanlegum og lagalega bindandi markmiðum. Kýótó-bókunin mætti talsverðri mótspyrnu og þess sér enn merki í því að Bandaríkin hafa aldrei staðfest bókunina. Þannig stendur eitt stærsta losunarríkið utan Kýótó-bókunarinnar, en jafnframt hafa ört vaxandi þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu ekki tekið á sig skuldbindingar. Undanfarin ár hafa ríki sem nú losa um 16% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu lýst sig reiðubúin að halda áfram skuldbindingum í takt við Kýótó-bókunina, en betur má ef duga skal. Hafa viðræður því stefnt að því að auka það hlutfall til muna í nýju samkomulagi, sem gæti tekið gildi þegar fyrsta skuldbindingatímabil Kýótó endar undir lok árs 2012. Því miður var niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Durban í meginatriðum sú að eina ferðina enn var ákveðið að komast að niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin verður framlengd um nokkur ár í stað þess að nýtt samkomulag taki gildi en vonir eru bundnar við að hægt sé að ljúka vinnu við alþjóðlega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem tekið geti gildi árið 2020. ViðhorfsbreytingEinu ber þó sérstaklega að fagna. Það er sú þróun sem hefur verið undanfarin ár en kom sérstaklega skýrt fram í Durban, að þjóðir heims eru hættar að karpa um það hvort loftslagsváin sé raunveruleg og aðgerða sé þörf. Þetta er mikilvægt skref, því nú virðast öll lönd heimsins vera tilbúin að nálgast lagalega bindandi samkomulag – þótt enn greini þau á um eðli og inntak slíks samkomulags. Í fyrsta sinn eru ríki eins og Bandaríkin, Kína og Indland, sem til þessa hafa ekki viljað ljá máls á lagalega bindandi samkomulagi, komin að samningaborðinu. En tíminn er naumur og aðgerða er þörf. Heimurinn hefur ekki efni á því að sífellt sé bætt við viljayfirlýsingum um að senn þurfi að bregðast við loftslagsvandanum. Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runninn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregðast við vandanum innan einhverra ára. Að óbreyttu þurfum við að horfast í augu við gjörbreytt veðurfar og náttúrufar um alla jörð. Í þessum málum hefur Ísland tekið skýra stöðu með þeim ríkjum sem vilja framlengja Kýótó-bókunina. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að vera í samfloti með nágrannaþjóðum okkar í Evrópu í samningaviðræðunum, en Evrópusambandið myndar meginstoð þeirra ríkja sem standa undir losunarskuldbindingum samkvæmt Kýótó-bókuninni. Hér skiptir máli að ganga fram með góðu fordæmi, sama hversu stór eða smá ríki eru. Í því skyni hafa íslensk stjórnvöld sett saman aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem til stendur að endurskoða rækilega á næsta ári. Þar eru sett fram metnaðarfull og raunhæf skref í átt að minni losun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa sig ekki sem skyldi. Við megum vera ánægð með það hversu lítil losun er hér á landi í tengslum við húshitun og orkuframleiðslu en þegar kemur t.d. að samgöngum erum við óvenjumiklir umhverfissóðar. Stærsta verkefni samtímansLoftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og eitt stærsta jafnréttismál okkar daga. Loftslagsmálin snúast um jafnrétti á milli þjóða heims, en þau ríki sem verst verða úti við loftslagsbreytingar eru mörg hver meðal þeirra fátækustu og þau sem menga mest oft þau auðugustu. Loftslagsmálin snúast líka um jafnrétti kynslóðanna, að tryggja að komandi kynslóðir hafi sama rétt og við til að njóta gæða jarðarinnar um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlokið er árlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem þetta skiptið var haldin í Durban í Suður-Afríku. Væntingar fyrir ráðstefnuna voru litlar sem engar, sér í lagi eftir vonbrigði sem urðu með loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, en þvert á væntingar þokaði málum áfram. Því miður er varla hægt að segja að þar hafi verið um meira en eitt hænuskref að ræða, þó að vissulega hafi orðið vart við mjög mikilvægan samhljóm á ráðstefnunni. Samkomulag í sjónmáli?Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum hefur verið þyrnum stráð undanfarna tvo áratugi. Fljótt þótti ljóst að upphaflegur loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður var árið 1992, dygði ekki til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar upp að því marki sem æskilegt væri. Til að bregðast við því var Kýótó-bókunin gerð við samninginn árið 1995, þar sem komið var á nokkuð skýru kerfi, með mælanlegum og lagalega bindandi markmiðum. Kýótó-bókunin mætti talsverðri mótspyrnu og þess sér enn merki í því að Bandaríkin hafa aldrei staðfest bókunina. Þannig stendur eitt stærsta losunarríkið utan Kýótó-bókunarinnar, en jafnframt hafa ört vaxandi þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu ekki tekið á sig skuldbindingar. Undanfarin ár hafa ríki sem nú losa um 16% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu lýst sig reiðubúin að halda áfram skuldbindingum í takt við Kýótó-bókunina, en betur má ef duga skal. Hafa viðræður því stefnt að því að auka það hlutfall til muna í nýju samkomulagi, sem gæti tekið gildi þegar fyrsta skuldbindingatímabil Kýótó endar undir lok árs 2012. Því miður var niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Durban í meginatriðum sú að eina ferðina enn var ákveðið að komast að niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin verður framlengd um nokkur ár í stað þess að nýtt samkomulag taki gildi en vonir eru bundnar við að hægt sé að ljúka vinnu við alþjóðlega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem tekið geti gildi árið 2020. ViðhorfsbreytingEinu ber þó sérstaklega að fagna. Það er sú þróun sem hefur verið undanfarin ár en kom sérstaklega skýrt fram í Durban, að þjóðir heims eru hættar að karpa um það hvort loftslagsváin sé raunveruleg og aðgerða sé þörf. Þetta er mikilvægt skref, því nú virðast öll lönd heimsins vera tilbúin að nálgast lagalega bindandi samkomulag – þótt enn greini þau á um eðli og inntak slíks samkomulags. Í fyrsta sinn eru ríki eins og Bandaríkin, Kína og Indland, sem til þessa hafa ekki viljað ljá máls á lagalega bindandi samkomulagi, komin að samningaborðinu. En tíminn er naumur og aðgerða er þörf. Heimurinn hefur ekki efni á því að sífellt sé bætt við viljayfirlýsingum um að senn þurfi að bregðast við loftslagsvandanum. Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runninn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregðast við vandanum innan einhverra ára. Að óbreyttu þurfum við að horfast í augu við gjörbreytt veðurfar og náttúrufar um alla jörð. Í þessum málum hefur Ísland tekið skýra stöðu með þeim ríkjum sem vilja framlengja Kýótó-bókunina. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að vera í samfloti með nágrannaþjóðum okkar í Evrópu í samningaviðræðunum, en Evrópusambandið myndar meginstoð þeirra ríkja sem standa undir losunarskuldbindingum samkvæmt Kýótó-bókuninni. Hér skiptir máli að ganga fram með góðu fordæmi, sama hversu stór eða smá ríki eru. Í því skyni hafa íslensk stjórnvöld sett saman aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem til stendur að endurskoða rækilega á næsta ári. Þar eru sett fram metnaðarfull og raunhæf skref í átt að minni losun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa sig ekki sem skyldi. Við megum vera ánægð með það hversu lítil losun er hér á landi í tengslum við húshitun og orkuframleiðslu en þegar kemur t.d. að samgöngum erum við óvenjumiklir umhverfissóðar. Stærsta verkefni samtímansLoftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og eitt stærsta jafnréttismál okkar daga. Loftslagsmálin snúast um jafnrétti á milli þjóða heims, en þau ríki sem verst verða úti við loftslagsbreytingar eru mörg hver meðal þeirra fátækustu og þau sem menga mest oft þau auðugustu. Loftslagsmálin snúast líka um jafnrétti kynslóðanna, að tryggja að komandi kynslóðir hafi sama rétt og við til að njóta gæða jarðarinnar um ókomna tíð.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun