Erum ekki vanir því að vera litlir í okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. desember 2011 07:00 Tairu fer heim til Bandaríkjanna í dag og spilar ekki aftur fyrir KR. Fréttablaðið/Stefán „Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður. „Okkur vantaði ekki mann í þá stöðu sem Tairu spilar. Við erum að leita að stærri leikmanni en Tairu. Okkur vantar tveggja metra mann með gott skot sem getur einnig hjálpað til inni í teig. Við höfum verið í vandræðum inni í teig og því sækjum við hjálp þangað,“ segir Böðvar en hvað með hinn Bandaríkjamanninn, Ed Horton, sem hefur einnig átt erfitt uppdráttar? „Eigum við ekki að segja að hans mál séu til skoðunar á hverjum degi. Það er ekkert öruggt í þessum bransa.“ KR-ingar eru sem fyrr afar metnaðarfullir og þeir ætla ekki að sætta sig við að vera áhorfendur að titilslagnum í ár. „Við ætlum að vera með, það er alveg klárt. Við höfum orðið sárir yfir sumum leikjum í vetur og menn voru ansi litlir í sér í nokkra daga eftir flenginguna frá Grindavík um daginn. Við erum ekki vanir því í Vesturbænum að vera litlir í okkur og þetta var ekki skemmtilegt.“ Böðvar gerir ráð fyrir því að breytingar verði á flestum liðum eftir áramót. „Ég vænti þess að öll þau lið sem eru í toppbaráttunni bæti við sig þriðja útlendingnum eftir áramót eins og alltaf. Við munum því einnig skoða það og jafnvel að bæta þeim fjórða við ef við erum í stuði,“ segir Böðvar, en hann vill fá meira frá íslensku strákunum sínum. „Það er sorglegt að skoða stigaskor eftir leiki þar sem útlendingar ráða ríkjum. Íslenskir leikmenn þurfa að taka aukna ábyrgð á sig og sérstaklega þeir sem eru að fá borgað fyrir að spila. Þeir geta ekki endalaust falið sig á bak við útlendingana. Körfubolti er liðsíþrótt þar sem allir þurfa að skila sínu.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
„Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður. „Okkur vantaði ekki mann í þá stöðu sem Tairu spilar. Við erum að leita að stærri leikmanni en Tairu. Okkur vantar tveggja metra mann með gott skot sem getur einnig hjálpað til inni í teig. Við höfum verið í vandræðum inni í teig og því sækjum við hjálp þangað,“ segir Böðvar en hvað með hinn Bandaríkjamanninn, Ed Horton, sem hefur einnig átt erfitt uppdráttar? „Eigum við ekki að segja að hans mál séu til skoðunar á hverjum degi. Það er ekkert öruggt í þessum bransa.“ KR-ingar eru sem fyrr afar metnaðarfullir og þeir ætla ekki að sætta sig við að vera áhorfendur að titilslagnum í ár. „Við ætlum að vera með, það er alveg klárt. Við höfum orðið sárir yfir sumum leikjum í vetur og menn voru ansi litlir í sér í nokkra daga eftir flenginguna frá Grindavík um daginn. Við erum ekki vanir því í Vesturbænum að vera litlir í okkur og þetta var ekki skemmtilegt.“ Böðvar gerir ráð fyrir því að breytingar verði á flestum liðum eftir áramót. „Ég vænti þess að öll þau lið sem eru í toppbaráttunni bæti við sig þriðja útlendingnum eftir áramót eins og alltaf. Við munum því einnig skoða það og jafnvel að bæta þeim fjórða við ef við erum í stuði,“ segir Böðvar, en hann vill fá meira frá íslensku strákunum sínum. „Það er sorglegt að skoða stigaskor eftir leiki þar sem útlendingar ráða ríkjum. Íslenskir leikmenn þurfa að taka aukna ábyrgð á sig og sérstaklega þeir sem eru að fá borgað fyrir að spila. Þeir geta ekki endalaust falið sig á bak við útlendingana. Körfubolti er liðsíþrótt þar sem allir þurfa að skila sínu.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira