Erum ekki vanir því að vera litlir í okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. desember 2011 07:00 Tairu fer heim til Bandaríkjanna í dag og spilar ekki aftur fyrir KR. Fréttablaðið/Stefán „Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður. „Okkur vantaði ekki mann í þá stöðu sem Tairu spilar. Við erum að leita að stærri leikmanni en Tairu. Okkur vantar tveggja metra mann með gott skot sem getur einnig hjálpað til inni í teig. Við höfum verið í vandræðum inni í teig og því sækjum við hjálp þangað,“ segir Böðvar en hvað með hinn Bandaríkjamanninn, Ed Horton, sem hefur einnig átt erfitt uppdráttar? „Eigum við ekki að segja að hans mál séu til skoðunar á hverjum degi. Það er ekkert öruggt í þessum bransa.“ KR-ingar eru sem fyrr afar metnaðarfullir og þeir ætla ekki að sætta sig við að vera áhorfendur að titilslagnum í ár. „Við ætlum að vera með, það er alveg klárt. Við höfum orðið sárir yfir sumum leikjum í vetur og menn voru ansi litlir í sér í nokkra daga eftir flenginguna frá Grindavík um daginn. Við erum ekki vanir því í Vesturbænum að vera litlir í okkur og þetta var ekki skemmtilegt.“ Böðvar gerir ráð fyrir því að breytingar verði á flestum liðum eftir áramót. „Ég vænti þess að öll þau lið sem eru í toppbaráttunni bæti við sig þriðja útlendingnum eftir áramót eins og alltaf. Við munum því einnig skoða það og jafnvel að bæta þeim fjórða við ef við erum í stuði,“ segir Böðvar, en hann vill fá meira frá íslensku strákunum sínum. „Það er sorglegt að skoða stigaskor eftir leiki þar sem útlendingar ráða ríkjum. Íslenskir leikmenn þurfa að taka aukna ábyrgð á sig og sérstaklega þeir sem eru að fá borgað fyrir að spila. Þeir geta ekki endalaust falið sig á bak við útlendingana. Körfubolti er liðsíþrótt þar sem allir þurfa að skila sínu.“ Dominos-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
„Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður. „Okkur vantaði ekki mann í þá stöðu sem Tairu spilar. Við erum að leita að stærri leikmanni en Tairu. Okkur vantar tveggja metra mann með gott skot sem getur einnig hjálpað til inni í teig. Við höfum verið í vandræðum inni í teig og því sækjum við hjálp þangað,“ segir Böðvar en hvað með hinn Bandaríkjamanninn, Ed Horton, sem hefur einnig átt erfitt uppdráttar? „Eigum við ekki að segja að hans mál séu til skoðunar á hverjum degi. Það er ekkert öruggt í þessum bransa.“ KR-ingar eru sem fyrr afar metnaðarfullir og þeir ætla ekki að sætta sig við að vera áhorfendur að titilslagnum í ár. „Við ætlum að vera með, það er alveg klárt. Við höfum orðið sárir yfir sumum leikjum í vetur og menn voru ansi litlir í sér í nokkra daga eftir flenginguna frá Grindavík um daginn. Við erum ekki vanir því í Vesturbænum að vera litlir í okkur og þetta var ekki skemmtilegt.“ Böðvar gerir ráð fyrir því að breytingar verði á flestum liðum eftir áramót. „Ég vænti þess að öll þau lið sem eru í toppbaráttunni bæti við sig þriðja útlendingnum eftir áramót eins og alltaf. Við munum því einnig skoða það og jafnvel að bæta þeim fjórða við ef við erum í stuði,“ segir Böðvar, en hann vill fá meira frá íslensku strákunum sínum. „Það er sorglegt að skoða stigaskor eftir leiki þar sem útlendingar ráða ríkjum. Íslenskir leikmenn þurfa að taka aukna ábyrgð á sig og sérstaklega þeir sem eru að fá borgað fyrir að spila. Þeir geta ekki endalaust falið sig á bak við útlendingana. Körfubolti er liðsíþrótt þar sem allir þurfa að skila sínu.“
Dominos-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum