Ég er kúgaður millistéttarauli! Karl Sigfússon skrifar 10. nóvember 2011 07:30 Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti. Það er staðreynd að skuldaúrræði þau sem boðið hefur verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna fela í sér umfangsmikla og ósanngjarna mismunun. Úrræðin verðlauna fjármálaskussa á kostnað hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem skuldsettu hús sín í topp fá lán sín afskrifuð á meðan þeir sem settu sparifé sitt í fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf neyðast til að horfa upp á sparifé sitt brenna upp til agna. Þegar við hjónin keyptum okkur hús vorið 2006 tókum við lán fyrir um 65% af virði hússins, sem á þeim tíma þótti hófleg skuldsetning. Við tókum þá ákvörðun að skuldsetja okkur eins lítið og mögulegt var og setja í staðinn allt okkar sparifé í fasteignina eins og tíðkast hefur hér á landi um áratuga skeið. Einnig vorum við íhaldssöm hvað varðar erlenda skuldsetningu og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku verðtyggðu láni frá Íbúðalánasjóði. Eftir á að hyggja er þetta versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á allt sparifé fjölskyldunnar brenna upp til agna – allt saman! Fasteignin hefur lækkað í verði um 15% og lánin hækkað um 40% sem í stuttu máli merkir að við skuldum í dag um 107% af virði fasteignarinnar samkvæmt mati viðskiptabanka okkar. Fasteign sem við keyptum fyrir fjórum árum með 65% skuldsetningu. Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir valkostir en sá sem við völdum. Við hefðum til að mynda getað farið „eyðslu- og glamúrleiðina", það er, skuldsett okkur í botn með erlendu láni, að sjálfsögðu - fyllt húsið af tímalausum hágæðahúsgögnum, tækjum og tólum og jafnvel farið til útlanda einu sinni á ári fyrir afganginn. Hefðum við farið á slíkt „eyðslufyllerí" væri staða okkar síst verri en hún er í dag og í raun betri. Skuldastaða okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli og hinni umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því til viðbótar hefðum við ekki þurft að greiða nema hluta afborgana af okkar erlenda láni í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum óvissu um lögmæti þeirra. Við værum trygg með lága óverðtryggða vexti af húsnæðislánum næstu 5 árin og sennilega sætum við hólpin í rándýrum hönnunarhúsgögnum úr Epal. Ekki slæmt það! Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til að vinna á skuldavanda heimilanna er ljóst að mér er refsað fyrir að sýna hagsýni og varkárni í fjármálum á meðan hinum óábyrgu er bjargað á minn kostnað. Mér finnst að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt að hafa lagt allt kapp á að standa við allar fjáhagslegar skuldbindingar mínar, þrátt fyrir breyttar efnahagslegar forsendur. Hvaða skilaboð er verið að senda mér og afkomendum mínum varðandi réttlæti, ábyrgð og heiðarleika sem undirstöðugildi í lýðræðissamfélagi? Mér líður eins og aula! Hvað með ykkur hin – eruð þið sátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti. Það er staðreynd að skuldaúrræði þau sem boðið hefur verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna fela í sér umfangsmikla og ósanngjarna mismunun. Úrræðin verðlauna fjármálaskussa á kostnað hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem skuldsettu hús sín í topp fá lán sín afskrifuð á meðan þeir sem settu sparifé sitt í fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf neyðast til að horfa upp á sparifé sitt brenna upp til agna. Þegar við hjónin keyptum okkur hús vorið 2006 tókum við lán fyrir um 65% af virði hússins, sem á þeim tíma þótti hófleg skuldsetning. Við tókum þá ákvörðun að skuldsetja okkur eins lítið og mögulegt var og setja í staðinn allt okkar sparifé í fasteignina eins og tíðkast hefur hér á landi um áratuga skeið. Einnig vorum við íhaldssöm hvað varðar erlenda skuldsetningu og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku verðtyggðu láni frá Íbúðalánasjóði. Eftir á að hyggja er þetta versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á allt sparifé fjölskyldunnar brenna upp til agna – allt saman! Fasteignin hefur lækkað í verði um 15% og lánin hækkað um 40% sem í stuttu máli merkir að við skuldum í dag um 107% af virði fasteignarinnar samkvæmt mati viðskiptabanka okkar. Fasteign sem við keyptum fyrir fjórum árum með 65% skuldsetningu. Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir valkostir en sá sem við völdum. Við hefðum til að mynda getað farið „eyðslu- og glamúrleiðina", það er, skuldsett okkur í botn með erlendu láni, að sjálfsögðu - fyllt húsið af tímalausum hágæðahúsgögnum, tækjum og tólum og jafnvel farið til útlanda einu sinni á ári fyrir afganginn. Hefðum við farið á slíkt „eyðslufyllerí" væri staða okkar síst verri en hún er í dag og í raun betri. Skuldastaða okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli og hinni umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því til viðbótar hefðum við ekki þurft að greiða nema hluta afborgana af okkar erlenda láni í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum óvissu um lögmæti þeirra. Við værum trygg með lága óverðtryggða vexti af húsnæðislánum næstu 5 árin og sennilega sætum við hólpin í rándýrum hönnunarhúsgögnum úr Epal. Ekki slæmt það! Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til að vinna á skuldavanda heimilanna er ljóst að mér er refsað fyrir að sýna hagsýni og varkárni í fjármálum á meðan hinum óábyrgu er bjargað á minn kostnað. Mér finnst að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt að hafa lagt allt kapp á að standa við allar fjáhagslegar skuldbindingar mínar, þrátt fyrir breyttar efnahagslegar forsendur. Hvaða skilaboð er verið að senda mér og afkomendum mínum varðandi réttlæti, ábyrgð og heiðarleika sem undirstöðugildi í lýðræðissamfélagi? Mér líður eins og aula! Hvað með ykkur hin – eruð þið sátt?
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun