Ingimundur: Get verið fljótur að bæta aftur á mig kílóum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Ingimundur Ingimundarson hefur tekið af sér nokkur kíló að undanförnu. Fréttablaðið/Anton Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smáræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur sem æfði með íslenska landsliðinu í síðustu viku. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í handbolta af fullum krafti. Ég æfi mikið aukalega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltanum hér heima er mjög góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smáræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur sem æfði með íslenska landsliðinu í síðustu viku. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í handbolta af fullum krafti. Ég æfi mikið aukalega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltanum hér heima er mjög góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira