Joey Barton, leikmaður Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni, vill endurvekja hljómsveitina The Smiths.
Barton er mikill aðdáandi The Smiths og segist vilja hjálpa Morrissey og Johnny Marr að grafa stríðsöxina og sameinast á ný. Barton segir í viðtali við dagblaðið The Sun að ef honum tækist ætlunarverk sitt yrði það stórfenglegra en nokkuð sem hann gæti framkvæmt á fótboltavellinum.
Barton segir að Johnny Marr sé heitari fyrir hugmyndum sínum en söngvarinn Morrissey, sem hefur oft lýst því yfir að Smiths komi aldrei saman aftur.

