Plan B á verðtrygginguna Eygló Harðardóttir skrifar 20. október 2011 06:00 Fyrir nokkrum áratugum varð til hin fullkomna íslenska aðferð til að steypa fólki í skuldir með hjálp verðbólgunnar. Verðtryggingu var komið á. Eftir sitja íslenskir skuldarar að drukkna í feni þess fyrirbæris. Fjölmargir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Þrátt fyrir það gerist afskaplega lítið. Þegar meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir fékk gullið tækifæri í kjölfar hrunsins til að aftengja vísitölu neysluverðs vegna forsendubrests brást henni kjarkur frammi fyrir svonefndum sérfræðingum, sem margir hafa hagsmuna að gæta af viðhaldi verðtryggingar. Því er ekki að undra að fyrir stuttu var ég spurð: „Af hverju koðna allir niður í baráttunni gegn verðtryggingunni?“ Svarið er að þetta snýst um mikla hagsmuni. Þeir sem skulda verðtryggt eru líklegri til að vera yngri, muna síður eftir verðbólgutímunum og skulda mikið í eigin húsnæði. Þeir sem eiga verðtryggt eru væntanlega líklegri til að vera eldri, muna betur eftir áhrifum óðaverðbólgu og skulda lítið í eigin húsnæði. Þessir hagsmunir hafa ítrekað tekist á. „Lausnirnar“ hafa aftur og aftur sýnt hvaða hagsmunir hafa haft betur, hagsmunir fjármagnseigenda. Til dæmis var einfalt að aflétta verðtryggingu launa þar sem hún var talin verðbólguhvetjandi með víxlhækkunum verðlags og launa – þótt bent hafi verið á að sama megi segja um verðtryggingu skulda. Einnig mátti breyta viðmiðunarvísitölu til að auðvelda skuldurum að greiða af lánum sínum sbr.greiðslujöfnunarvísitalan. Engin sanngirni liggur í að leggja þyngstu byrðarnar á kynslóðina sem byggir upp lífeyrissjóðina með greiðslu iðgjalda í sjóðina og skatts til að fjármagna lífeyri þeirra sem ekki hafa áunnið sér rétt til greiðslu úr sjóðunum, þá kynslóð sem einna helst tekur verðtryggðu lánin. Engin sanngirni liggur heldur í því að skerða lífeyri þeirra sem þegar hafa hafið töku hans. Allra síst liggur sanngirni í viðvarandi verðbólgu, sem verðtryggingin viðheldur þegar stýritæki Seðlabankans virka ekki. Það er kominn tími til að leita sátta á milli kynslóða, sátta á milli skuldara og fjármagnseigenda. Hættum að koðna niður frammi fyrir óvininum. Vinnum saman að því að afnema verðtrygginguna, með Plani B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum áratugum varð til hin fullkomna íslenska aðferð til að steypa fólki í skuldir með hjálp verðbólgunnar. Verðtryggingu var komið á. Eftir sitja íslenskir skuldarar að drukkna í feni þess fyrirbæris. Fjölmargir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Þrátt fyrir það gerist afskaplega lítið. Þegar meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir fékk gullið tækifæri í kjölfar hrunsins til að aftengja vísitölu neysluverðs vegna forsendubrests brást henni kjarkur frammi fyrir svonefndum sérfræðingum, sem margir hafa hagsmuna að gæta af viðhaldi verðtryggingar. Því er ekki að undra að fyrir stuttu var ég spurð: „Af hverju koðna allir niður í baráttunni gegn verðtryggingunni?“ Svarið er að þetta snýst um mikla hagsmuni. Þeir sem skulda verðtryggt eru líklegri til að vera yngri, muna síður eftir verðbólgutímunum og skulda mikið í eigin húsnæði. Þeir sem eiga verðtryggt eru væntanlega líklegri til að vera eldri, muna betur eftir áhrifum óðaverðbólgu og skulda lítið í eigin húsnæði. Þessir hagsmunir hafa ítrekað tekist á. „Lausnirnar“ hafa aftur og aftur sýnt hvaða hagsmunir hafa haft betur, hagsmunir fjármagnseigenda. Til dæmis var einfalt að aflétta verðtryggingu launa þar sem hún var talin verðbólguhvetjandi með víxlhækkunum verðlags og launa – þótt bent hafi verið á að sama megi segja um verðtryggingu skulda. Einnig mátti breyta viðmiðunarvísitölu til að auðvelda skuldurum að greiða af lánum sínum sbr.greiðslujöfnunarvísitalan. Engin sanngirni liggur í að leggja þyngstu byrðarnar á kynslóðina sem byggir upp lífeyrissjóðina með greiðslu iðgjalda í sjóðina og skatts til að fjármagna lífeyri þeirra sem ekki hafa áunnið sér rétt til greiðslu úr sjóðunum, þá kynslóð sem einna helst tekur verðtryggðu lánin. Engin sanngirni liggur heldur í því að skerða lífeyri þeirra sem þegar hafa hafið töku hans. Allra síst liggur sanngirni í viðvarandi verðbólgu, sem verðtryggingin viðheldur þegar stýritæki Seðlabankans virka ekki. Það er kominn tími til að leita sátta á milli kynslóða, sátta á milli skuldara og fjármagnseigenda. Hættum að koðna niður frammi fyrir óvininum. Vinnum saman að því að afnema verðtrygginguna, með Plani B.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar