Þjóðverjar styðja hraðara ferli í viðræðum Íslendinga og ESB 12. október 2011 03:45 Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira