Þjóðverjar styðja hraðara ferli í viðræðum Íslendinga og ESB 12. október 2011 03:45 Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp
Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira