Ætlar að passa upp á hagsmuni Íslands Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. september 2011 03:00 finnbogi Jónsson fiskifingur á færibandi Starfsemi Icelandic Group erlendis er umsvifamikil. Fyrirtækið seldi frá sér reksturinn í Frakklandi og Þýskalandi í sumar og vinnur nú að því að losna við annan erlendan rekstur. „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína hófst í júlí. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna. Þegar henni lýkur verður búið að selja nánast allar erlendar eignir Icelandic Group. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sex erlend stórfyrirtæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starfsemi Icelandic Group vestra. Tvö hafi líklega helst úr lestinni á síðustu metrunum. Þau fyrirtæki sem sýndu starfseminni áhuga eru kínverska sjávarútvegssamstæðan Pacific Andes, sem keypti starfsemi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eftir að slitnaði upp úr viðræðum við norræna sjóðinn Triton. Kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods er sömuleiðis í kapphlaupinu um reksturinn. Fyrirtækið bauð í byrjun árs 340 milljónir evra, jafnvirði 52,4 milljarða milljarða króna í allar eignir Icelandic Group utan Íslands. Tilboðinu var ekki tekið. Í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá einum bjóðenda eru viðraðar áhyggjur af því að í kjölfar sölunnar lokist dyrnar fyrir íslenskan fisk ytra. Finnbogi segir forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa skoðað málin ítarlega með það fyrir augum að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Icelandic. „Íslenskur fiskur er mjög eftirsóttur og það eru sem betur fer engin teikn á lofti um að það breytist. Þótt sala á íslenskum fiski til Bandaríkjanna hafi minnkað mikið á undanförnum árum verða Bandaríkin áfram mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Icelandic Group mun í samningum við væntanlegan kaupanda leggja mikla áherslu á að íslenskur fiskur hafi greiðan aðgang að þeim dreifileiðum sem Icelandic í Bandaríkjunum ræður yfir,“ segir hann. Fréttir Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
fiskifingur á færibandi Starfsemi Icelandic Group erlendis er umsvifamikil. Fyrirtækið seldi frá sér reksturinn í Frakklandi og Þýskalandi í sumar og vinnur nú að því að losna við annan erlendan rekstur. „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína hófst í júlí. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna. Þegar henni lýkur verður búið að selja nánast allar erlendar eignir Icelandic Group. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sex erlend stórfyrirtæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starfsemi Icelandic Group vestra. Tvö hafi líklega helst úr lestinni á síðustu metrunum. Þau fyrirtæki sem sýndu starfseminni áhuga eru kínverska sjávarútvegssamstæðan Pacific Andes, sem keypti starfsemi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eftir að slitnaði upp úr viðræðum við norræna sjóðinn Triton. Kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods er sömuleiðis í kapphlaupinu um reksturinn. Fyrirtækið bauð í byrjun árs 340 milljónir evra, jafnvirði 52,4 milljarða milljarða króna í allar eignir Icelandic Group utan Íslands. Tilboðinu var ekki tekið. Í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá einum bjóðenda eru viðraðar áhyggjur af því að í kjölfar sölunnar lokist dyrnar fyrir íslenskan fisk ytra. Finnbogi segir forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa skoðað málin ítarlega með það fyrir augum að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Icelandic. „Íslenskur fiskur er mjög eftirsóttur og það eru sem betur fer engin teikn á lofti um að það breytist. Þótt sala á íslenskum fiski til Bandaríkjanna hafi minnkað mikið á undanförnum árum verða Bandaríkin áfram mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Icelandic Group mun í samningum við væntanlegan kaupanda leggja mikla áherslu á að íslenskur fiskur hafi greiðan aðgang að þeim dreifileiðum sem Icelandic í Bandaríkjunum ræður yfir,“ segir hann.
Fréttir Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira