Ætlar að passa upp á hagsmuni Íslands Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. september 2011 03:00 finnbogi Jónsson fiskifingur á færibandi Starfsemi Icelandic Group erlendis er umsvifamikil. Fyrirtækið seldi frá sér reksturinn í Frakklandi og Þýskalandi í sumar og vinnur nú að því að losna við annan erlendan rekstur. „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína hófst í júlí. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna. Þegar henni lýkur verður búið að selja nánast allar erlendar eignir Icelandic Group. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sex erlend stórfyrirtæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starfsemi Icelandic Group vestra. Tvö hafi líklega helst úr lestinni á síðustu metrunum. Þau fyrirtæki sem sýndu starfseminni áhuga eru kínverska sjávarútvegssamstæðan Pacific Andes, sem keypti starfsemi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eftir að slitnaði upp úr viðræðum við norræna sjóðinn Triton. Kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods er sömuleiðis í kapphlaupinu um reksturinn. Fyrirtækið bauð í byrjun árs 340 milljónir evra, jafnvirði 52,4 milljarða milljarða króna í allar eignir Icelandic Group utan Íslands. Tilboðinu var ekki tekið. Í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá einum bjóðenda eru viðraðar áhyggjur af því að í kjölfar sölunnar lokist dyrnar fyrir íslenskan fisk ytra. Finnbogi segir forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa skoðað málin ítarlega með það fyrir augum að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Icelandic. „Íslenskur fiskur er mjög eftirsóttur og það eru sem betur fer engin teikn á lofti um að það breytist. Þótt sala á íslenskum fiski til Bandaríkjanna hafi minnkað mikið á undanförnum árum verða Bandaríkin áfram mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Icelandic Group mun í samningum við væntanlegan kaupanda leggja mikla áherslu á að íslenskur fiskur hafi greiðan aðgang að þeim dreifileiðum sem Icelandic í Bandaríkjunum ræður yfir,“ segir hann. Fréttir Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
fiskifingur á færibandi Starfsemi Icelandic Group erlendis er umsvifamikil. Fyrirtækið seldi frá sér reksturinn í Frakklandi og Þýskalandi í sumar og vinnur nú að því að losna við annan erlendan rekstur. „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína hófst í júlí. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna. Þegar henni lýkur verður búið að selja nánast allar erlendar eignir Icelandic Group. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sex erlend stórfyrirtæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starfsemi Icelandic Group vestra. Tvö hafi líklega helst úr lestinni á síðustu metrunum. Þau fyrirtæki sem sýndu starfseminni áhuga eru kínverska sjávarútvegssamstæðan Pacific Andes, sem keypti starfsemi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eftir að slitnaði upp úr viðræðum við norræna sjóðinn Triton. Kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods er sömuleiðis í kapphlaupinu um reksturinn. Fyrirtækið bauð í byrjun árs 340 milljónir evra, jafnvirði 52,4 milljarða milljarða króna í allar eignir Icelandic Group utan Íslands. Tilboðinu var ekki tekið. Í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá einum bjóðenda eru viðraðar áhyggjur af því að í kjölfar sölunnar lokist dyrnar fyrir íslenskan fisk ytra. Finnbogi segir forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa skoðað málin ítarlega með það fyrir augum að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Icelandic. „Íslenskur fiskur er mjög eftirsóttur og það eru sem betur fer engin teikn á lofti um að það breytist. Þótt sala á íslenskum fiski til Bandaríkjanna hafi minnkað mikið á undanförnum árum verða Bandaríkin áfram mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Icelandic Group mun í samningum við væntanlegan kaupanda leggja mikla áherslu á að íslenskur fiskur hafi greiðan aðgang að þeim dreifileiðum sem Icelandic í Bandaríkjunum ræður yfir,“ segir hann.
Fréttir Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira