Skárren ekkert lifir Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. september 2011 06:00 Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Mér hefur lengi fundist margt í skrifum Ólafs vera skynsamlegt. Ég tel það til dæmis lykilatriði, eins og Ólafur, að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar og það vel. Mér virðist Ólafur hafa sömu efasemdir og ég um gjaldmiðilinn okkar. Mig minnir að Ólafur hafi skrifað dálítið skörulega gegn ýmsum gamaldags hugsunarhætti í landbúnaði. Í skrifum Ólafs hef ég líka greint ríka áherslu á frelsi einstaklinga og áherslu á að ríkisvaldið reyni fyrst og fremst með aðgerðum sínum að tryggja traustan grunn fyrir fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum. Ég þori að veðja að Ólafur myndi gera sama greinarmun og ég á „liberal" hugsjónum og „sósial demókratískum" hugsjónum, sem fela í sér mun meiri stjórnsemi en ég tel æskilega. Ólafur ætti því af sömu málefnalegu ástæðum og ég að geta útskýrt af hverju hann „sé ekki bara í Samfylkingunni" eins og það er stundum orðað. Við Ólafur erum, semsagt – að mér virðist – nokkuð sammála um margt. Það bræðir hins vegar hjarta mitt að Ólafur virðist vera alveg handviss um það að þetta gat í pólitíkinni sem ég og hann upplifum verði með engu móti fyllt af mér eða nokkrum sem ég tala við. Líklega verð ég að búa við þetta vantraust Ólafs. Ég vil þó segja þetta: Ég hef undanfarið upplifað það, að alls konar fólk – bara venjulegt fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt, án skætings og leiðinda, og sem mér virðist deila í grundvallaratriðum frjálslyndri og víðsýnni lífssýn – hefur byrjað að tala saman. Á undanförnum vikum hefur orðið til vísir að fjöldahreyfingu þessa fólks. Vonandi verður hún að veruleika og býður fram með góða og ferska stefnuskrá í næstu kosningum. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt undanfarna daga, þótt enn eigi margt eftir að gera. Ég efast þó um að Ólafur muni geta kosið svona afl. Eitt virðist nefnilega skilja okkur að. Ólafur virðist vita á einhvern hátt fyrirfram hvers konar týpur það eru sem geta og mega stunda góða pólitík og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki listamenn, til dæmis. Ekki skemmtilegt fólk. Ekki fyndið fólk. Mér finnast skrif Ólafs að þessu leyti endurspegla dálítið sem ég vil af öllum mætti berjast gegn. Það eru ekki bara konur í drögtum og karlar í jakkafötum sem mega stunda „raunveruleg" stjórnmál. Það mega allir. Það geta allir. Það hefur enginn einkarétt á valdinu. Vonandi endurspeglar þetta gamaldags viðhorf Ólafs til stjórnmála fljótfærni í hugsun hans. Annað í grein hans er markað svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og hann virðist telja að flokkur sem ég og fólkið í Besta stofni með mörgum öðrum geti aldrei átt „raunverulegt" erindi, einhverra hluta vegna, virðist hann líka telja að hljómsveitin sem ég er í, Skárren ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri lagi. Skárren ekkert var til dæmis með frábært ball í Flatey nú í ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita. Þetta og annað í skrifum Ólafs í gær segir mér að hann sé ekki fyllilega með á nótunum. Hann veit ekki hvað er að ske, svo ég leiki mér að nafni annarrar hljómsveitar sem ég er í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Mér hefur lengi fundist margt í skrifum Ólafs vera skynsamlegt. Ég tel það til dæmis lykilatriði, eins og Ólafur, að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar og það vel. Mér virðist Ólafur hafa sömu efasemdir og ég um gjaldmiðilinn okkar. Mig minnir að Ólafur hafi skrifað dálítið skörulega gegn ýmsum gamaldags hugsunarhætti í landbúnaði. Í skrifum Ólafs hef ég líka greint ríka áherslu á frelsi einstaklinga og áherslu á að ríkisvaldið reyni fyrst og fremst með aðgerðum sínum að tryggja traustan grunn fyrir fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum. Ég þori að veðja að Ólafur myndi gera sama greinarmun og ég á „liberal" hugsjónum og „sósial demókratískum" hugsjónum, sem fela í sér mun meiri stjórnsemi en ég tel æskilega. Ólafur ætti því af sömu málefnalegu ástæðum og ég að geta útskýrt af hverju hann „sé ekki bara í Samfylkingunni" eins og það er stundum orðað. Við Ólafur erum, semsagt – að mér virðist – nokkuð sammála um margt. Það bræðir hins vegar hjarta mitt að Ólafur virðist vera alveg handviss um það að þetta gat í pólitíkinni sem ég og hann upplifum verði með engu móti fyllt af mér eða nokkrum sem ég tala við. Líklega verð ég að búa við þetta vantraust Ólafs. Ég vil þó segja þetta: Ég hef undanfarið upplifað það, að alls konar fólk – bara venjulegt fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt, án skætings og leiðinda, og sem mér virðist deila í grundvallaratriðum frjálslyndri og víðsýnni lífssýn – hefur byrjað að tala saman. Á undanförnum vikum hefur orðið til vísir að fjöldahreyfingu þessa fólks. Vonandi verður hún að veruleika og býður fram með góða og ferska stefnuskrá í næstu kosningum. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt undanfarna daga, þótt enn eigi margt eftir að gera. Ég efast þó um að Ólafur muni geta kosið svona afl. Eitt virðist nefnilega skilja okkur að. Ólafur virðist vita á einhvern hátt fyrirfram hvers konar týpur það eru sem geta og mega stunda góða pólitík og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki listamenn, til dæmis. Ekki skemmtilegt fólk. Ekki fyndið fólk. Mér finnast skrif Ólafs að þessu leyti endurspegla dálítið sem ég vil af öllum mætti berjast gegn. Það eru ekki bara konur í drögtum og karlar í jakkafötum sem mega stunda „raunveruleg" stjórnmál. Það mega allir. Það geta allir. Það hefur enginn einkarétt á valdinu. Vonandi endurspeglar þetta gamaldags viðhorf Ólafs til stjórnmála fljótfærni í hugsun hans. Annað í grein hans er markað svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og hann virðist telja að flokkur sem ég og fólkið í Besta stofni með mörgum öðrum geti aldrei átt „raunverulegt" erindi, einhverra hluta vegna, virðist hann líka telja að hljómsveitin sem ég er í, Skárren ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri lagi. Skárren ekkert var til dæmis með frábært ball í Flatey nú í ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita. Þetta og annað í skrifum Ólafs í gær segir mér að hann sé ekki fyllilega með á nótunum. Hann veit ekki hvað er að ske, svo ég leiki mér að nafni annarrar hljómsveitar sem ég er í.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun