Orð og hugtak Hannes Pétursson skrifar 13. september 2011 06:00 Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, „Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. Hér fer Gauti Kristmannsson of hratt í sakir. Það stóð hvergi í grein minni að Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur“ og veit ég ekki hvort nokkur hefur ýjað að slíku, þó kann svo að vera (og mætti gúgla þetta!). Ég nefndi eingöngu að Goethe hefði búið til hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Það hugtak hefur síðan lifað í umræðum manna um það hvernig skilja beri orðið heimsbókmenntir. Eru heimsbókmenntir samanlagðar bókmenntir allra þjóða á öllum tímum, merkar og miður merkar, eða eru þær eitthvað annað og þá hvað? Í þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“. Ég bið Gauta Kristmannsson vinsamlegast að lesa aftur og betur en hann virðist hafa gert þau ummæli sem Eckermann hefur eftir Goethe úr samræðum þeirra í Weimar 31. janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá að Goethe býr til nýtt hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Í örstuttu máli: Samkvæmt því sem Eckermann skrásetur lagði Goethe á efri árum þann skilning í orðið heimsbókmenntir að þær væru bókmenntir á nýju og víðara menningarsviði en fyrir var hjá hverri þjóð um sig, en í sögulegum tengslum við þjóðarbókmenntir („Nationalliteratur“, orð sem Goethe notar í skilgreiningu sinni). Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að leita hjá Grikkjum að fornu, segir hann. Sú viðmiðun hefur sumum þótt allþröng og vísa meðal annars til þess að Goethe dáði Shakespeare, hafði hann í engu minni hávegum en forngrísku stórskáldin. Tímarnir sverfa til ýmis hugtök. Þannig munu heimsbókmenntir tákna nú á dögum framar öðru þann hluta heildarbókmenntanna sem gæddur er menningarlegu áhrifagildi í heiminum frá kyni til kyns. En þetta breytir engu um hitt, að Goethe bjó fyrstur til bókmenntafræðilega skilgreiningu á orðinu heimsbókmenntir, hugtak sem var annars konar en bláber orðsins hljóðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Skoðanir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, „Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. Hér fer Gauti Kristmannsson of hratt í sakir. Það stóð hvergi í grein minni að Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur“ og veit ég ekki hvort nokkur hefur ýjað að slíku, þó kann svo að vera (og mætti gúgla þetta!). Ég nefndi eingöngu að Goethe hefði búið til hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Það hugtak hefur síðan lifað í umræðum manna um það hvernig skilja beri orðið heimsbókmenntir. Eru heimsbókmenntir samanlagðar bókmenntir allra þjóða á öllum tímum, merkar og miður merkar, eða eru þær eitthvað annað og þá hvað? Í þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“. Ég bið Gauta Kristmannsson vinsamlegast að lesa aftur og betur en hann virðist hafa gert þau ummæli sem Eckermann hefur eftir Goethe úr samræðum þeirra í Weimar 31. janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá að Goethe býr til nýtt hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Í örstuttu máli: Samkvæmt því sem Eckermann skrásetur lagði Goethe á efri árum þann skilning í orðið heimsbókmenntir að þær væru bókmenntir á nýju og víðara menningarsviði en fyrir var hjá hverri þjóð um sig, en í sögulegum tengslum við þjóðarbókmenntir („Nationalliteratur“, orð sem Goethe notar í skilgreiningu sinni). Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að leita hjá Grikkjum að fornu, segir hann. Sú viðmiðun hefur sumum þótt allþröng og vísa meðal annars til þess að Goethe dáði Shakespeare, hafði hann í engu minni hávegum en forngrísku stórskáldin. Tímarnir sverfa til ýmis hugtök. Þannig munu heimsbókmenntir tákna nú á dögum framar öðru þann hluta heildarbókmenntanna sem gæddur er menningarlegu áhrifagildi í heiminum frá kyni til kyns. En þetta breytir engu um hitt, að Goethe bjó fyrstur til bókmenntafræðilega skilgreiningu á orðinu heimsbókmenntir, hugtak sem var annars konar en bláber orðsins hljóðan.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun