Sauðfjárbúskapur: 7 milljarða árlegt tap? 8. september 2011 06:00 Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun