Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. september 2011 07:00 Lars Lagerbäck er spenntur fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið og bíður eftir því að heyra frá forráðamönnum KSÍ. Hann er hér að þjálfa Nígeríu á síðasta HM. Nordic Photos / Getty Images Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann." Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann."
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann