Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. september 2011 07:00 Lars Lagerbäck er spenntur fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið og bíður eftir því að heyra frá forráðamönnum KSÍ. Hann er hér að þjálfa Nígeríu á síðasta HM. Nordic Photos / Getty Images Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann." Íslenski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann."
Íslenski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira