Hagsmunir okkar allra Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breytingar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og verndun atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbærum hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá rýma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóflegs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horfast í augu við að þeirra hagsmunir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarútvegsins s.l. 20 ár og fjárfestingar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyrandi tapi fyrir viðkomandi samfélög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annarstaðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verður útlánastarfsemi til sjávarútvegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskiptafyrirtækja sem eru fjármögnuð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að viðbrögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjármálakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðarlega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetning aflaheimilda hefur ekki skilað sjávarútvegi þeirri innri uppbyggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða greinarinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einkaneyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheimilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því markmiði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breytingar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og verndun atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbærum hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá rýma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóflegs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horfast í augu við að þeirra hagsmunir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarútvegsins s.l. 20 ár og fjárfestingar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyrandi tapi fyrir viðkomandi samfélög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annarstaðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verður útlánastarfsemi til sjávarútvegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskiptafyrirtækja sem eru fjármögnuð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að viðbrögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjármálakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðarlega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetning aflaheimilda hefur ekki skilað sjávarútvegi þeirri innri uppbyggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða greinarinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einkaneyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheimilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því markmiði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun