Utan vallar: Krabbamein fótboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2011 11:30 Joey Barton, leikmaður Newcastle, liggur "sárþjáður” í grasinu eftir að andstæðingur kom við andlit hans. Það er algengt að sjá leikmenn gera meira úr meiðslum sínum en tilefni er til. Mynd/Nordic Photos/Getty Helsta vandamál knattspyrnunnar í dag er leikaraskapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem framherji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimskulega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlarinn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann viljandi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómurum er vorkunn á meðan óheiðarlegir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlaraÞó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kominn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnumanna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlarana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér myndbandsupptökur og refsa svindlurunum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrirmyndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknumVið fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðlamenn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurunum fyrir klókindi. Það er algjörlega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegðun sem hluta af leiknum í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurunum væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félagsins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur…Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ungviðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnumanna. Þá fyrst er íslensk knattspyrna komin í stórkostleg vandræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrnunni koma. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Helsta vandamál knattspyrnunnar í dag er leikaraskapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem framherji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimskulega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlarinn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann viljandi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómurum er vorkunn á meðan óheiðarlegir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlaraÞó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kominn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnumanna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlarana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér myndbandsupptökur og refsa svindlurunum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrirmyndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknumVið fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðlamenn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurunum fyrir klókindi. Það er algjörlega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegðun sem hluta af leiknum í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurunum væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félagsins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur…Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ungviðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnumanna. Þá fyrst er íslensk knattspyrna komin í stórkostleg vandræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrnunni koma.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira