Höndla nefndir stórasannleik? Bolli Héðinsson skrifar 17. ágúst 2011 05:00 Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun