Kjötverð, beingreiðslur, útflutningur og matvælaöryggi Þórólfur Matthíasson skrifar 10. ágúst 2011 06:00 Íslenskir neytendur og íslenskir kjötsalar lenda í verulegum hremmingum vilji þeir flytja inn erlent kjötmeti. Íslenskum bændum er hins vegar frjálst að flytja út kjöt eftir því sem tollasamningar og almenn skilyrði aðflutningslanda tilgreina. Íslenskir bændur hafa því val um hvort þeir setji framleiðslu sína á innlendan markað eða erlendan. Þriðji möguleikinn, sem einnig hefur verið gripið til er að halda kjötinu frá markaði með því að farga því. Ríki og bændasamtök hafa gert með sér samning um að styðja kindakjötsframleiðslu með ríflega fjögurra milljarða króna framlagi á hverju ári. Ekki eru í gildi svipaðir samningar um aðra kjötframleiðslu. Samkvæmt grein 3.1 í þeim samningi skulu stjórnvöld styðja framleiðslugetu upp á 368.547 ærgildi. Á vef bændasamtakanna (http://bondi.is/Pages/194) er tilgreint að umreiknað til kílógramma kjöts jafngildi ærgildi 18,2 kílóum af dilkakjöti á ári. Í gildandi samningi er framleiðslukvaðarákvæði: Verði fjöldi vetrarfóðraðra kinda færri en 0,6 á hvert ærgildi sem hverjum sauðfjárbónda er markað með svokölluðu greiðslumarki skerðast beingreiðslur. Þannig gerir samningurinn það hagkvæmara en ella að halda uppi agnarlitlum og óhagkvæmum búum, hvetur til sauðfjárhalds og er því framleiðsluhvetjandi. Innlent verð 10-20% of hátt?Íslenskir skattgreiðendur borga sauðfjárbændum fjóra milljarða króna gegn því að sauðfjárbændur framleiði sem svarar 6.700 tonnum af kindakjöti árlega. Á árinu 2010 var framleiðslan gott betur eða 9.200 tonn. Samkvæmt þessu mætti ætla að útflutningur hefði numið 2.500 tonnum. En sú varð ekki raunin. Útflutningurinn var 600 tonnum meiri eða sem jafngildir 3.100 tonnum af óunnu kjöti. Þannig halda bændur 10% af umsömdu magni utan markaðarins. Ætla má að verð á kindakjöti á innlendum markaði væri 10-20% lægra en það nú er, hefði ekki komið til þessa umframútflutnings á kindakjöti. Einhliða skuldbindandi samningur?Kjörnir talsmenn sauðfjárbænda hafa haldið því fram að þar sem umreikningsstuðullinn 18,2 kíló á ærgildi sé ekki tilgreindur í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar eigi hann ekki við og að í raun sé ekki um nein töluleg markmið að ræða! Þeir virðast álíta að skattgreiðendur séu tilbúnir til að afhenda fjóra milljarða króna árlega án þess að fyrir liggi einhver skuldbinding af hálfu móttakanda fjárins! Þannig er ekki hægt að ráðstafa skattpeningum almennings. Það skal hins vegar viðurkennt að það hlýtur að falla undir slaka embættisfærslu af hálfu þeirra sem gerðu samning um skilyrði sauðfjárræktar á sínum tíma að hafa ekki fylgt því eftir að bændur stæðu við sinn hluta samningsins og seldu 6.700 tonn af kindakjöti á innlendum markaði árlega. En fátt er svo með öllu illt að eigi megi gott úr gera: Alþingi gæti ákveðið að skerða greiðslur til sauðfjárbænda um þriðjung (33,3%) á þeim forsendum að þeir hafi ekki uppfyllt sinn hluta búvörusamnings. Það myndi spara ríkissjóði útgjöld upp á um 1,2 milljarða króna á ári. Beingreiðslur sem ígildi útflutningsbótaÉg benti á það í blaðagrein fyrir skömmu að vegna þess að bændur flytja út hluta þess kjöts sem þeir ættu að bjóða á innanlandsmarkaði greiddu íslenskir skattgreiðendur niður kjöt fyrir erlenda neytendur. Talsmenn bænda hafa mótmælt þessu og rökstutt mál sitt með því að segja að beingreiðslur myndu ekki aukast væri ekkert flutt út. En horfa má á málið frá fleiri hliðum og spyrja: Hverjar yrðu beingreiðslur til bænda væri ekkert selt á innanlandsmarkaði og allt kindakjöt flutt út? Ætli íslenskir skattgreiðendur myndu líða íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum ráðherrum að greiða sauðfjárbændum fjóra milljarða króna árlega fyrir slíka iðju? Sagt með öðrum orðum: Beingreiðsluvilji íslenskra skattgreiðenda hlýtur að helgast af umfangi útflutnings kindakjöts! Matvælaöryggi í bráð og lengdTalsmenn bænda og ráðherrar landbúnaðarmála hafa gjarnan rökstutt háa styrki til landbúnaðar með vísan til matvælaöryggis. Satt er það að sumt af því sem framleitt er í sveitum landsins endar á endanum á borðum landsmanna. En til þess að framleiða þennan mat þarf ógrynni af erlendum aðföngum. Olía og áburður eru mikilvægustu aðföngin sem flytja þarf erlendis frá. Samgöngur og flutningar eru lykilatriði í fæðuöryggi eyþjóðar í þúsund kílómetra fjarlægð frá næstu uppskipunarhöfnum. Fæðuöryggi slíkrar þjóðar hlýtur eðli máls samkvæmt að vera meira á borði utanríkisráðherra en landbúnaðarráðherra komi til samgöngutruflana við útlönd. Skiptir engu hvort slíkar truflanir verða vegna náttúruhamfara eða vegna styrjaldarástands. Þegar til lengri tíma er litið snýst fæðuöryggi og matvælaöryggi um sjálfbærni. Landbúnaður hefur ekki verið stundaður með sjálfbærum hætti á Íslandi í aldanna rás. Þvert á móti. Íslenska þjóðin á enn býsna mikla skuld að gjalda landinu vegna ofbeitar og ofnýtingar undangenginna alda. Nokkuð hefur þokast fyrir tilstuðlan fjárframlaga skattborgaranna og með ötulu starfi opinberra landbætingastofnana. Það væri býsna grátlegt yrði þeirri iðju allri steypt í voða með því að flytja íslensk heiðarlönd út í stærri stíl en nú er í formi niðurgreidds dilkakjöts. NiðurlagEndurskoða þarf markmið og framkvæmd búvörustefnunnar. Bændum eru greiddar gífurlega háar fjárhæðir en markmiðin með þeim samningum sem við þá eru gerðir eru óljós og illa skilgreind. Það er ekki í takt við góða stjórnsýslu svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Þá samrýmast aðgerðir samkvæmt búvörusamningum illa markmiðum um sjálfbærni og framtíðar fæðuöryggi. Frá sjónarhóli skattgreiðanda er ekkert hægt að finna sem réttlætir þau fjárútlát sem samningunum fylgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskir neytendur og íslenskir kjötsalar lenda í verulegum hremmingum vilji þeir flytja inn erlent kjötmeti. Íslenskum bændum er hins vegar frjálst að flytja út kjöt eftir því sem tollasamningar og almenn skilyrði aðflutningslanda tilgreina. Íslenskir bændur hafa því val um hvort þeir setji framleiðslu sína á innlendan markað eða erlendan. Þriðji möguleikinn, sem einnig hefur verið gripið til er að halda kjötinu frá markaði með því að farga því. Ríki og bændasamtök hafa gert með sér samning um að styðja kindakjötsframleiðslu með ríflega fjögurra milljarða króna framlagi á hverju ári. Ekki eru í gildi svipaðir samningar um aðra kjötframleiðslu. Samkvæmt grein 3.1 í þeim samningi skulu stjórnvöld styðja framleiðslugetu upp á 368.547 ærgildi. Á vef bændasamtakanna (http://bondi.is/Pages/194) er tilgreint að umreiknað til kílógramma kjöts jafngildi ærgildi 18,2 kílóum af dilkakjöti á ári. Í gildandi samningi er framleiðslukvaðarákvæði: Verði fjöldi vetrarfóðraðra kinda færri en 0,6 á hvert ærgildi sem hverjum sauðfjárbónda er markað með svokölluðu greiðslumarki skerðast beingreiðslur. Þannig gerir samningurinn það hagkvæmara en ella að halda uppi agnarlitlum og óhagkvæmum búum, hvetur til sauðfjárhalds og er því framleiðsluhvetjandi. Innlent verð 10-20% of hátt?Íslenskir skattgreiðendur borga sauðfjárbændum fjóra milljarða króna gegn því að sauðfjárbændur framleiði sem svarar 6.700 tonnum af kindakjöti árlega. Á árinu 2010 var framleiðslan gott betur eða 9.200 tonn. Samkvæmt þessu mætti ætla að útflutningur hefði numið 2.500 tonnum. En sú varð ekki raunin. Útflutningurinn var 600 tonnum meiri eða sem jafngildir 3.100 tonnum af óunnu kjöti. Þannig halda bændur 10% af umsömdu magni utan markaðarins. Ætla má að verð á kindakjöti á innlendum markaði væri 10-20% lægra en það nú er, hefði ekki komið til þessa umframútflutnings á kindakjöti. Einhliða skuldbindandi samningur?Kjörnir talsmenn sauðfjárbænda hafa haldið því fram að þar sem umreikningsstuðullinn 18,2 kíló á ærgildi sé ekki tilgreindur í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar eigi hann ekki við og að í raun sé ekki um nein töluleg markmið að ræða! Þeir virðast álíta að skattgreiðendur séu tilbúnir til að afhenda fjóra milljarða króna árlega án þess að fyrir liggi einhver skuldbinding af hálfu móttakanda fjárins! Þannig er ekki hægt að ráðstafa skattpeningum almennings. Það skal hins vegar viðurkennt að það hlýtur að falla undir slaka embættisfærslu af hálfu þeirra sem gerðu samning um skilyrði sauðfjárræktar á sínum tíma að hafa ekki fylgt því eftir að bændur stæðu við sinn hluta samningsins og seldu 6.700 tonn af kindakjöti á innlendum markaði árlega. En fátt er svo með öllu illt að eigi megi gott úr gera: Alþingi gæti ákveðið að skerða greiðslur til sauðfjárbænda um þriðjung (33,3%) á þeim forsendum að þeir hafi ekki uppfyllt sinn hluta búvörusamnings. Það myndi spara ríkissjóði útgjöld upp á um 1,2 milljarða króna á ári. Beingreiðslur sem ígildi útflutningsbótaÉg benti á það í blaðagrein fyrir skömmu að vegna þess að bændur flytja út hluta þess kjöts sem þeir ættu að bjóða á innanlandsmarkaði greiddu íslenskir skattgreiðendur niður kjöt fyrir erlenda neytendur. Talsmenn bænda hafa mótmælt þessu og rökstutt mál sitt með því að segja að beingreiðslur myndu ekki aukast væri ekkert flutt út. En horfa má á málið frá fleiri hliðum og spyrja: Hverjar yrðu beingreiðslur til bænda væri ekkert selt á innanlandsmarkaði og allt kindakjöt flutt út? Ætli íslenskir skattgreiðendur myndu líða íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum ráðherrum að greiða sauðfjárbændum fjóra milljarða króna árlega fyrir slíka iðju? Sagt með öðrum orðum: Beingreiðsluvilji íslenskra skattgreiðenda hlýtur að helgast af umfangi útflutnings kindakjöts! Matvælaöryggi í bráð og lengdTalsmenn bænda og ráðherrar landbúnaðarmála hafa gjarnan rökstutt háa styrki til landbúnaðar með vísan til matvælaöryggis. Satt er það að sumt af því sem framleitt er í sveitum landsins endar á endanum á borðum landsmanna. En til þess að framleiða þennan mat þarf ógrynni af erlendum aðföngum. Olía og áburður eru mikilvægustu aðföngin sem flytja þarf erlendis frá. Samgöngur og flutningar eru lykilatriði í fæðuöryggi eyþjóðar í þúsund kílómetra fjarlægð frá næstu uppskipunarhöfnum. Fæðuöryggi slíkrar þjóðar hlýtur eðli máls samkvæmt að vera meira á borði utanríkisráðherra en landbúnaðarráðherra komi til samgöngutruflana við útlönd. Skiptir engu hvort slíkar truflanir verða vegna náttúruhamfara eða vegna styrjaldarástands. Þegar til lengri tíma er litið snýst fæðuöryggi og matvælaöryggi um sjálfbærni. Landbúnaður hefur ekki verið stundaður með sjálfbærum hætti á Íslandi í aldanna rás. Þvert á móti. Íslenska þjóðin á enn býsna mikla skuld að gjalda landinu vegna ofbeitar og ofnýtingar undangenginna alda. Nokkuð hefur þokast fyrir tilstuðlan fjárframlaga skattborgaranna og með ötulu starfi opinberra landbætingastofnana. Það væri býsna grátlegt yrði þeirri iðju allri steypt í voða með því að flytja íslensk heiðarlönd út í stærri stíl en nú er í formi niðurgreidds dilkakjöts. NiðurlagEndurskoða þarf markmið og framkvæmd búvörustefnunnar. Bændum eru greiddar gífurlega háar fjárhæðir en markmiðin með þeim samningum sem við þá eru gerðir eru óljós og illa skilgreind. Það er ekki í takt við góða stjórnsýslu svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Þá samrýmast aðgerðir samkvæmt búvörusamningum illa markmiðum um sjálfbærni og framtíðar fæðuöryggi. Frá sjónarhóli skattgreiðanda er ekkert hægt að finna sem réttlætir þau fjárútlát sem samningunum fylgir.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun