Velferð dýra í fyrirrúmi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2011 06:00 Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Alltof algengt er að lesa fréttir af skelfilegri meðferð á skepnum í sveit, af hendi fólks sem hefur þó atvinnu af ræktun þeirra. Sveitarfélög og eftirlitsstofnanir virðast oft hafa furðu bitlaus úrræði til að taka á vanrækslunni og sóðaskapnum. Það virðist sömuleiðis fara í vöxt að fólk í þéttbýli umgangist gæludýr sem einhvers konar leikföng sem hægt er að henda þegar maður er orðinn leiður á þeim. Alltof algengt er að fólk losi sig við til dæmis ketti og kanínur með því að sleppa þeim á víðavangi, þar sem er allsendis óvíst að dýrin geti bjargað sér. Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt eitt dæmi sem margir átta sig sennilega ekki á að sé ill meðferð á dýrum; að gefa þau í tækifærisgjöf (svín og kalkúnar eru nefnd sérstaklega) fólki sem hefur hvorki aðstæður til né áhuga á að halda þau. Þetta þykir víst stundum fyndið, en er í raun mannvonzka. Á öllu þessu og mörgu fleiru er tekið í frumvarpsdrögunum. Meðal stórra breytinga er að fella tvenn lög, sem til þessa hafa gilt um málaflokkinn, saman í ein og einfalda stjórnsýsluna í kringum hann. Þannig mun Matvælastofnun nú bera meginábyrgð á eftirliti með búfjárhaldi og aðgerðum gegn skepnueigendum sem ekki fara eftir lögum og reglum. Fá á stofnuninni skilvirkari þvingunarúrræði til að knýja fram úrbætur á aðbúnaði dýra. Þar á meðal er að svipta bændur sem fara illa með skepnur opinberum styrk. Allur búrekstur með skepnum, svo og annað skepnuhald í atvinnuskyni, til dæmis starfsemi tamningamanna, verður starfsleyfisskyldur, verði frumvarpsdrögin að lögum. Tilgangurinn er að menn sýni fram á að þeir séu færir um að halda skepnur áður en þeir fá leyfi til að hafa af því atvinnu. Þessi og ýmis önnur ákvæði frumvarpsins þykja bæði sauðfjárbændum og hestabændum íþyngjandi, ef marka má ummæli þeirra hér í Fréttablaðinu. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, sagði í laugardagsblaðinu að núverandi lög og reglugerðir ættu að duga til að taka á fáeinum svörtum sauðum í stéttinni, ef þeim væri aðeins beitt rétt og af röggsemi. Ástæða er til að skoða vel þessar athugasemdir þegar frumvarpsdrögin fara í umsagnarferli. Ef hægt er að ná markmiðum um velferð dýra án aukins eftirlits og kostnaðar, er það auðvitað æskilegt. Einhverra hluta vegna virkar núverandi kerfi þó ekki sem skyldi og fólk sem augljóslega er ekki hæft til að halda skepnur fær að níðast á þeim, jafnvel árum saman, án þess að stjórnvöld grípi inn í. Hér á velferð dýranna að vera í fyrirrúmi, ekki hagsmunir búskussanna. Ill meðferð á dýrum er smánarblettur á samfélaginu sem við eigum að leitast við að afmá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Alltof algengt er að lesa fréttir af skelfilegri meðferð á skepnum í sveit, af hendi fólks sem hefur þó atvinnu af ræktun þeirra. Sveitarfélög og eftirlitsstofnanir virðast oft hafa furðu bitlaus úrræði til að taka á vanrækslunni og sóðaskapnum. Það virðist sömuleiðis fara í vöxt að fólk í þéttbýli umgangist gæludýr sem einhvers konar leikföng sem hægt er að henda þegar maður er orðinn leiður á þeim. Alltof algengt er að fólk losi sig við til dæmis ketti og kanínur með því að sleppa þeim á víðavangi, þar sem er allsendis óvíst að dýrin geti bjargað sér. Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt eitt dæmi sem margir átta sig sennilega ekki á að sé ill meðferð á dýrum; að gefa þau í tækifærisgjöf (svín og kalkúnar eru nefnd sérstaklega) fólki sem hefur hvorki aðstæður til né áhuga á að halda þau. Þetta þykir víst stundum fyndið, en er í raun mannvonzka. Á öllu þessu og mörgu fleiru er tekið í frumvarpsdrögunum. Meðal stórra breytinga er að fella tvenn lög, sem til þessa hafa gilt um málaflokkinn, saman í ein og einfalda stjórnsýsluna í kringum hann. Þannig mun Matvælastofnun nú bera meginábyrgð á eftirliti með búfjárhaldi og aðgerðum gegn skepnueigendum sem ekki fara eftir lögum og reglum. Fá á stofnuninni skilvirkari þvingunarúrræði til að knýja fram úrbætur á aðbúnaði dýra. Þar á meðal er að svipta bændur sem fara illa með skepnur opinberum styrk. Allur búrekstur með skepnum, svo og annað skepnuhald í atvinnuskyni, til dæmis starfsemi tamningamanna, verður starfsleyfisskyldur, verði frumvarpsdrögin að lögum. Tilgangurinn er að menn sýni fram á að þeir séu færir um að halda skepnur áður en þeir fá leyfi til að hafa af því atvinnu. Þessi og ýmis önnur ákvæði frumvarpsins þykja bæði sauðfjárbændum og hestabændum íþyngjandi, ef marka má ummæli þeirra hér í Fréttablaðinu. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, sagði í laugardagsblaðinu að núverandi lög og reglugerðir ættu að duga til að taka á fáeinum svörtum sauðum í stéttinni, ef þeim væri aðeins beitt rétt og af röggsemi. Ástæða er til að skoða vel þessar athugasemdir þegar frumvarpsdrögin fara í umsagnarferli. Ef hægt er að ná markmiðum um velferð dýra án aukins eftirlits og kostnaðar, er það auðvitað æskilegt. Einhverra hluta vegna virkar núverandi kerfi þó ekki sem skyldi og fólk sem augljóslega er ekki hæft til að halda skepnur fær að níðast á þeim, jafnvel árum saman, án þess að stjórnvöld grípi inn í. Hér á velferð dýranna að vera í fyrirrúmi, ekki hagsmunir búskussanna. Ill meðferð á dýrum er smánarblettur á samfélaginu sem við eigum að leitast við að afmá.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun