Velferð dýra í fyrirrúmi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2011 06:00 Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Alltof algengt er að lesa fréttir af skelfilegri meðferð á skepnum í sveit, af hendi fólks sem hefur þó atvinnu af ræktun þeirra. Sveitarfélög og eftirlitsstofnanir virðast oft hafa furðu bitlaus úrræði til að taka á vanrækslunni og sóðaskapnum. Það virðist sömuleiðis fara í vöxt að fólk í þéttbýli umgangist gæludýr sem einhvers konar leikföng sem hægt er að henda þegar maður er orðinn leiður á þeim. Alltof algengt er að fólk losi sig við til dæmis ketti og kanínur með því að sleppa þeim á víðavangi, þar sem er allsendis óvíst að dýrin geti bjargað sér. Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt eitt dæmi sem margir átta sig sennilega ekki á að sé ill meðferð á dýrum; að gefa þau í tækifærisgjöf (svín og kalkúnar eru nefnd sérstaklega) fólki sem hefur hvorki aðstæður til né áhuga á að halda þau. Þetta þykir víst stundum fyndið, en er í raun mannvonzka. Á öllu þessu og mörgu fleiru er tekið í frumvarpsdrögunum. Meðal stórra breytinga er að fella tvenn lög, sem til þessa hafa gilt um málaflokkinn, saman í ein og einfalda stjórnsýsluna í kringum hann. Þannig mun Matvælastofnun nú bera meginábyrgð á eftirliti með búfjárhaldi og aðgerðum gegn skepnueigendum sem ekki fara eftir lögum og reglum. Fá á stofnuninni skilvirkari þvingunarúrræði til að knýja fram úrbætur á aðbúnaði dýra. Þar á meðal er að svipta bændur sem fara illa með skepnur opinberum styrk. Allur búrekstur með skepnum, svo og annað skepnuhald í atvinnuskyni, til dæmis starfsemi tamningamanna, verður starfsleyfisskyldur, verði frumvarpsdrögin að lögum. Tilgangurinn er að menn sýni fram á að þeir séu færir um að halda skepnur áður en þeir fá leyfi til að hafa af því atvinnu. Þessi og ýmis önnur ákvæði frumvarpsins þykja bæði sauðfjárbændum og hestabændum íþyngjandi, ef marka má ummæli þeirra hér í Fréttablaðinu. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, sagði í laugardagsblaðinu að núverandi lög og reglugerðir ættu að duga til að taka á fáeinum svörtum sauðum í stéttinni, ef þeim væri aðeins beitt rétt og af röggsemi. Ástæða er til að skoða vel þessar athugasemdir þegar frumvarpsdrögin fara í umsagnarferli. Ef hægt er að ná markmiðum um velferð dýra án aukins eftirlits og kostnaðar, er það auðvitað æskilegt. Einhverra hluta vegna virkar núverandi kerfi þó ekki sem skyldi og fólk sem augljóslega er ekki hæft til að halda skepnur fær að níðast á þeim, jafnvel árum saman, án þess að stjórnvöld grípi inn í. Hér á velferð dýranna að vera í fyrirrúmi, ekki hagsmunir búskussanna. Ill meðferð á dýrum er smánarblettur á samfélaginu sem við eigum að leitast við að afmá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Alltof algengt er að lesa fréttir af skelfilegri meðferð á skepnum í sveit, af hendi fólks sem hefur þó atvinnu af ræktun þeirra. Sveitarfélög og eftirlitsstofnanir virðast oft hafa furðu bitlaus úrræði til að taka á vanrækslunni og sóðaskapnum. Það virðist sömuleiðis fara í vöxt að fólk í þéttbýli umgangist gæludýr sem einhvers konar leikföng sem hægt er að henda þegar maður er orðinn leiður á þeim. Alltof algengt er að fólk losi sig við til dæmis ketti og kanínur með því að sleppa þeim á víðavangi, þar sem er allsendis óvíst að dýrin geti bjargað sér. Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt eitt dæmi sem margir átta sig sennilega ekki á að sé ill meðferð á dýrum; að gefa þau í tækifærisgjöf (svín og kalkúnar eru nefnd sérstaklega) fólki sem hefur hvorki aðstæður til né áhuga á að halda þau. Þetta þykir víst stundum fyndið, en er í raun mannvonzka. Á öllu þessu og mörgu fleiru er tekið í frumvarpsdrögunum. Meðal stórra breytinga er að fella tvenn lög, sem til þessa hafa gilt um málaflokkinn, saman í ein og einfalda stjórnsýsluna í kringum hann. Þannig mun Matvælastofnun nú bera meginábyrgð á eftirliti með búfjárhaldi og aðgerðum gegn skepnueigendum sem ekki fara eftir lögum og reglum. Fá á stofnuninni skilvirkari þvingunarúrræði til að knýja fram úrbætur á aðbúnaði dýra. Þar á meðal er að svipta bændur sem fara illa með skepnur opinberum styrk. Allur búrekstur með skepnum, svo og annað skepnuhald í atvinnuskyni, til dæmis starfsemi tamningamanna, verður starfsleyfisskyldur, verði frumvarpsdrögin að lögum. Tilgangurinn er að menn sýni fram á að þeir séu færir um að halda skepnur áður en þeir fá leyfi til að hafa af því atvinnu. Þessi og ýmis önnur ákvæði frumvarpsins þykja bæði sauðfjárbændum og hestabændum íþyngjandi, ef marka má ummæli þeirra hér í Fréttablaðinu. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, sagði í laugardagsblaðinu að núverandi lög og reglugerðir ættu að duga til að taka á fáeinum svörtum sauðum í stéttinni, ef þeim væri aðeins beitt rétt og af röggsemi. Ástæða er til að skoða vel þessar athugasemdir þegar frumvarpsdrögin fara í umsagnarferli. Ef hægt er að ná markmiðum um velferð dýra án aukins eftirlits og kostnaðar, er það auðvitað æskilegt. Einhverra hluta vegna virkar núverandi kerfi þó ekki sem skyldi og fólk sem augljóslega er ekki hæft til að halda skepnur fær að níðast á þeim, jafnvel árum saman, án þess að stjórnvöld grípi inn í. Hér á velferð dýranna að vera í fyrirrúmi, ekki hagsmunir búskussanna. Ill meðferð á dýrum er smánarblettur á samfélaginu sem við eigum að leitast við að afmá.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun